Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 10:00 Sif Atladóttir og stöllur hennar í Selfossliðinu gætu fallið úr deild þeirra bestu í dag. Vísir/Hulda Margrét Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni. Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sjá meira
Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sjá meira