Fullyrða að þjálfari heimsmeistaranna verði látinn fara í vikunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 07:30 Jorge Vilda (t.h.) gerði Spánverja að heimmsmeisturum kvenna í fyrsta sinn í sögunni. Hann er þó langt frá því að vera laus við að vera umdeildur. Maja Hitij - FIFA/FIFA via Getty Images Spænski miðillinn Sport.es greindi frá því í gærkvöldi að búið sé að taka ákvörðun um að láta Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, taka poka sinn í vikunni. Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið. Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum. Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans. Spain women national team coach Jorge Vilda is leaving his position . Only an official announcement is missing and is expected early this week. Comes just 10 days after Rubiales - unauthorised - publicly promised him a long-term, lucrative contract. https://t.co/2vixggeDxP— Colin Millar (@Millar_Colin) September 4, 2023 Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00 Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41 Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00 Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30 Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið. Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum. Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans. Spain women national team coach Jorge Vilda is leaving his position . Only an official announcement is missing and is expected early this week. Comes just 10 days after Rubiales - unauthorised - publicly promised him a long-term, lucrative contract. https://t.co/2vixggeDxP— Colin Millar (@Millar_Colin) September 4, 2023
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00 Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41 Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00 Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30 Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00
Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41
Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00
Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30
Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00