Innlent

Reykja­nes­braut lokuð vegna bíl­veltu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd tekin um hálftíuleytið í dag sýnir að farmur bílsins er enn á Reykjanesbrautinni.
Mynd tekin um hálftíuleytið í dag sýnir að farmur bílsins er enn á Reykjanesbrautinni. Vísir/Aðsend

Reykjanesbrautin er lokuð í átt að Keflavík við Hvassahraun vegna umferðarslyss.

Á síðu Vegagerðarinnar segir að lögregla stýri umferð á vettvangi en hjáleið er um Hvassahraun. Ríkisútvarpið hefur eftir varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að vöruflutningabíll hafi oltið þar snemma í morgun og þverað veginn.

Bílstjórinn var ekki talinn alvarlega slasaður en afferma þarf bílinn og draga hann svo af vettvangi, sem gæti tekið nokkra stund.

Uppfært klukkan 10:30

Að sögn vegfaranda er Reykjanesbrautin enn lokuð og umferð um hjáleið mjög mikil. Af myndum af vettvangi að dæma er hluti farms vörufluttningabílsins enn á brautinni.

Lögreglan á Suðurnesjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×