Enski boltinn

Koeman tekur illa í á­kvörðun Gra­ven­berch að gefa ekki kost á sér

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Koeman stýrir í dag hollenska landsliðinu en hefur þjálfað lið á borð við Barcelona. Everton, Southampton, Benfica, Ajax, AZ Alkmaar, Feyenoord og fleiri.
Koeman stýrir í dag hollenska landsliðinu en hefur þjálfað lið á borð við Barcelona. Everton, Southampton, Benfica, Ajax, AZ Alkmaar, Feyenoord og fleiri. Urbanandsport/Getty Images

Ryan Gravenberch, nýjasti lekmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, neitaði að mæta í verkefni með U-21 árs landsliði Hollands. Segja má að sú ákvörðun hafi ekki vakið mikla lukku hjá Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands.

Hinn 21 árs gamli Gravenberch gekk nýverið í raðir Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München á 40 milljónir evra. Hann hafði ekki verið í náðinni hjá Bayern og var ekki valinn í hollenska landsliðið fyrir komandi verkefni. Miðjumaðurinn var hins valinn í U-21 árs landslið Hollands sem mætir Moldóvu og Norður-Makedóníu á komandi dögum.

Gravenberch, sem hefur spilað 11 leiki fyrir A-landslið þjóðar sinnar, hafði lítinn áhuga á því að mæta með U-21 árs landsliðinu. Hann stefnir á að nýta tímann í að venjast aðstæðum hjá nýju félagi sínu.

Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, er ekki par hrifinn af uppátæki Gravenberch. Hann segir það skyldu leikmanna að spila fyrir þjóð sína. Koeman tók Jeremie Frimpong sem dæmi en sá neitaði nýverið að spila fyrir U-21 árs landsliðið og hefur ekki verið valinn síðan.

Sagði Koeman einfaldlega að það væri verið að refsa leikmanninum fyrir að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×