Innlent

Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Benjamín ásamt foreldrum sínum þeim Justyna Ondycz og Mikolaj Ondycz, sem hann réði til starfa á staðnum sínum.
Benjamín ásamt foreldrum sínum þeim Justyna Ondycz og Mikolaj Ondycz, sem hann réði til starfa á staðnum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi.

Við erum að tala um Benjamín Ondycz , sem er pólskur sem er með staðinn í nýja húsnæði þjóðgarðsins, sem opnaði í vor. Hann hefur fengið góðar viðtökur við staðnum enda oft heilmikið að gera. Þá skemmir ekki fyrir að tjaldsvæðið er alveg við þjóðgarðsmiðstöðina þar sem mikið af ferðamönnum eru alltaf. 

Benjamín þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að fá starfsmenn því hann réði mömmu sína og pabba til að vinna hjá sér. Pabbinn er með honum í eldhúsinu og mamma hans er í afgreiðslunni og Benjamín þjónar oft til borðs líka.

Maturinn þykir einstaklega góður á veitingastaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við erum með fisk, súpur og svona fyrir ferðamenn til að smakka íslenskan mat. Það er búið að ganga frekar vel. Við erum búin að vera með opið í fjórar vikur og það eru allir geggjað hamingjusamir. Við erum búin að fá nokkra hópa og við erum búin að fá símtöl frá fólki frá Asíu og Ástralíu, meira að segja frá fólki, sem er ekki búið að lenda á Íslandi til að koma til okkar að borða,” segir Benjamín kampakátur og bætir við.

„Ég er mjög hamingjusamur með þennan stað og ég vona bara að þetta gangi sæmilega og vel í framtíðinni.”

Benjamín, sem er aðeins 20 ára á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×