Viðskipti innlent

Lands­bankinn hækkar vextina

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn tilkynnti síðdegis í gær um hækkun á vöxtum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans og tekur ný vaxtatafla gildi í dag. Arion banki tilkynnti sömuleiðis um vaxtahækkanir í gær.

Á vef Landsbankans segir að vaxtabreytingarnar nú taki jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að hækka stýrivexti um 0,50 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fóru því úr 8,75 prósentum í 9,25.

„Helstu breytingar á vöxtum Landsbankans eru eftirfarandi:

Innlánavextir

  • Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,50 prósentustig.
  • Vextir sem viðskiptavinir fá þegar þeir spara í appi hækka úr 8,25% og verða 8,75%.
  • Vextir á Fasteignagrunni hækka úr 8,90% og verða 9,40%.
  • Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,20 prósentustig.
  • Vextir á verðtryggðum sparireikningum hækka um 0,30 prósentustig.

Útlánavextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,50 prósentustig og verða 10,75%.
  • Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,15%.
  • Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,30 prósentustig og fastir vextir nýrra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
  • Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,40 prósentustig.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 0,50 prósentustig.

Ný vaxtatafla tekur gildi föstudaginn 1. september 2023. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×