Svara ekki hvort starfsfólki ráðuneyta fækki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 14:32 Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og allir eru með tvo aðstoðarmenn. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvort að starfsfólki ráðuneyta fækki í niðurskurðaráætlunum ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 700 manns starfa nú í ráðuneytunum, sem hafa aldrei verið fleiri og allir ráðherrar komnir með tvo aðstoðarmenn. „Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna. Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14
Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19