„Þvert á vilja fólksins í landinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum. Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að líklegt sé að leiguíbúðum með opinberum stuðningi muni fjölga meira en íbúðum fyrir séreignamarkað, miðað við áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum. Framkvæmdastjóri Samtakanna segir um 80 prósent fólks búa í eigin húsnæði, á móti 20 prósentum í leiguhúsnæði. „En ef við skoðum vilja fólks sem er í leiguhúsnæði, og sömuleiðis veltum fyrir okkur fjárhagslegri getu, þá sjáum við að markaðurinn væri í jafnvægi einhverstaðar í kringum 85/15. Vandinn er sá að miðað við stefnu stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þá erum við að fara akkúrat í hina áttina á næstu 10 árum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu séreignahúsnæðis í rammasamkomulagi stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða fram til ársins 2032. Gert sé ráð fyrir að fram til þess tíma muni leiguíbúðum með aðkomu hins opinbera fjölga um 85%, að þær fari úr 9.500 í 17.600. „Og það er bara einfaldlega þvert á vilja fólksins í landinu.“ Einkaaðilar fái verri móttökur Sveitarfélög hafi greitt götu uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Við skiljum það auðvitað að einhverju leyti, en á sama tíma hafa einkaaðilar, verktakar sem vilja byggja íbúðir og selja, fengið verri móttökur hjá sveitarfélögunum.“ Breyta þurfi um stefnu í málaflokkinum. „Ríkið ætti að horfa meira til hlutdeildarlána heldur en stofnframlaga. Hlutdeildarlánin hjálpa fólki að eignast sitt eigið húsnæði, á meðan stofnframlögin miða að því að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld hljóti að taka mark á greiningu samtakanna. „Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin, með innviðaráðherra í fararbroddi, taki meiri forystu í húsnæðismálum og húsnæðisuppbyggingu, gagnvart sveitarfélögunum. Þannig að uppbyggingin verði raunverulega í takt við þarfir og vilja landsmanna,“ segir Sigurður. Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Byggingariðnaður Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Í greiningu Samtaka iðnaðarins segir að líklegt sé að leiguíbúðum með opinberum stuðningi muni fjölga meira en íbúðum fyrir séreignamarkað, miðað við áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum. Framkvæmdastjóri Samtakanna segir um 80 prósent fólks búa í eigin húsnæði, á móti 20 prósentum í leiguhúsnæði. „En ef við skoðum vilja fólks sem er í leiguhúsnæði, og sömuleiðis veltum fyrir okkur fjárhagslegri getu, þá sjáum við að markaðurinn væri í jafnvægi einhverstaðar í kringum 85/15. Vandinn er sá að miðað við stefnu stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, þá erum við að fara akkúrat í hina áttina á næstu 10 árum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu séreignahúsnæðis í rammasamkomulagi stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða fram til ársins 2032. Gert sé ráð fyrir að fram til þess tíma muni leiguíbúðum með aðkomu hins opinbera fjölga um 85%, að þær fari úr 9.500 í 17.600. „Og það er bara einfaldlega þvert á vilja fólksins í landinu.“ Einkaaðilar fái verri móttökur Sveitarfélög hafi greitt götu uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Við skiljum það auðvitað að einhverju leyti, en á sama tíma hafa einkaaðilar, verktakar sem vilja byggja íbúðir og selja, fengið verri móttökur hjá sveitarfélögunum.“ Breyta þurfi um stefnu í málaflokkinum. „Ríkið ætti að horfa meira til hlutdeildarlána heldur en stofnframlaga. Hlutdeildarlánin hjálpa fólki að eignast sitt eigið húsnæði, á meðan stofnframlögin miða að því að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði.“ Stjórnvöld hljóti að taka mark á greiningu samtakanna. „Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin, með innviðaráðherra í fararbroddi, taki meiri forystu í húsnæðismálum og húsnæðisuppbyggingu, gagnvart sveitarfélögunum. Þannig að uppbyggingin verði raunverulega í takt við þarfir og vilja landsmanna,“ segir Sigurður.
Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Byggingariðnaður Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira