Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 13:50 Börn fylgjast með lendingu Chandrayaan-3 í skóla í Guwahati á Indlandi í morgun. AP/Anupam Nath Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Mikil fagnarlæti brutust út í stjórnstöð leiðangursins í Bengalaru á sunnanverðu Indlandi þegar Chandrayaan-3 lenti á yfirborði tunglsins klukkan 6:04 að staðartíma í morgun, klukkan 0:34 að íslenskum tíma í nótt. Indverjar urðu þá aðeins fjórða þjóðin til þess að lenda geimfari á tunglinu. Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Kínverjar höfðu áður unnið það afrek. Suðurpóll tunglsins þykir sérstaklega spennandi þar sem þar er talið að sé að finna frosið vatn í eilífu myrkri í loftsteinagígum. Vatnið væri lykilauðlind fyrir framtíðarbækistöðvar mannkynsins á tunglinu. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að Luna-25, fyrsta tunglfar Rússa í hálfa öld, sem átti að lenda á suðurpólnum, brotlenti og fórst. Indverjar upplifðu sjálfir misheppnaðan tunglleiðangur árið 2019. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fylgdist með lendingunni í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í BRICS-ráðstefnunni. „Indland er núna á tunglinu. Indland hefur náð til suðurpóls tunglsins, engu öðru landi hefur tekist það. Við verðum vitni að sögunni,“ sagði Modi sigurreifur. Tunglið Geimurinn Tækni Indland Tengdar fréttir Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27 Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Mikil fagnarlæti brutust út í stjórnstöð leiðangursins í Bengalaru á sunnanverðu Indlandi þegar Chandrayaan-3 lenti á yfirborði tunglsins klukkan 6:04 að staðartíma í morgun, klukkan 0:34 að íslenskum tíma í nótt. Indverjar urðu þá aðeins fjórða þjóðin til þess að lenda geimfari á tunglinu. Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Kínverjar höfðu áður unnið það afrek. Suðurpóll tunglsins þykir sérstaklega spennandi þar sem þar er talið að sé að finna frosið vatn í eilífu myrkri í loftsteinagígum. Vatnið væri lykilauðlind fyrir framtíðarbækistöðvar mannkynsins á tunglinu. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að Luna-25, fyrsta tunglfar Rússa í hálfa öld, sem átti að lenda á suðurpólnum, brotlenti og fórst. Indverjar upplifðu sjálfir misheppnaðan tunglleiðangur árið 2019. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fylgdist með lendingunni í Suður-Afríku þar sem hann tekur þátt í BRICS-ráðstefnunni. „Indland er núna á tunglinu. Indland hefur náð til suðurpóls tunglsins, engu öðru landi hefur tekist það. Við verðum vitni að sögunni,“ sagði Modi sigurreifur.
Tunglið Geimurinn Tækni Indland Tengdar fréttir Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27 Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. 20. ágúst 2023 09:27
Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. 14. júlí 2023 15:03