Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2023 12:29 Ásthildur Lóa, Ragnar Þór og Gunnar Þorgeirssson eru á meðal þeirra sem hafa lýst áhyggjum af heimilunum í landinu í kjölfar stýrivaxtahækkunar. vísir Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. Peningastefnunefndin ákvað að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í morgun. Meginstýrivextir bankans standa í 9,25 prósentum eftir hækkunina. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir ljóst að hækkunin sé tilkomin vegna þrýstings úr fjármálakerfinu. „Þar er öskrað á hærri vexti, að raunvaxtastig verði jákvætt. Þannig að hagnaður bankanna aukist enn frekar. Sá þrýstingur virðist vera að skila sér vel inn í Seðlabankann“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Síðustu stýrivaxtahækkanir standist engin rök. Þær taki ekki á innfluttri verðbólgu eða húsnæðisskorti, sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson segir ljóst að dekrað sé við bankana og fjármagnseigendur á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Verðbólgan er hagnaðardrifin, hagnaður fyrirtækja hefur aukist gríðarlega. Hún er líka eftirspurnardrifin, það er gríðarleg þensla í okkar hagkerfi út af ferðaþjónustu. Hér eru um 2 milljónir ferðamanna að koma í ár með tilheyrandi eyðslu og eftirspurn eftir vöru og þjónustu, gistingu og vinnuafli.“ Telur hann ljóst að stýrivaxtahækkun nú vinni beinlínis gegn markmiðum Seðlabankans. „Af hverju er þá Seðlabankinn að hækka vextina? Einhverjum kann að finnast það óskiljanlegt. En skýringuna er að finna í því að Seðlabankinn er í einu og öllu að vinna fyrir fjármálakerfið og fara svívirðilega gegn heimilunum í landinu. Það er alveg ljóst að heimilin í landinu munu ekki bera að borga af óverðtryggðum lánum, þannig það er verið að reka fólk í stórum stíl yfir í verðtryggða lánaumhverfið sem er eitt það eitraðasta sem fyrirfinnst á byggðu bóli,“ segir Ragnar Þór að auki. Öfgafull stefna Í aðsendri grein á Vísi segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu segir Seðlabankann á sérstakri vegferð „sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir.“ Bendir hann á að Evru-löndin séu með með 4,25 prósent stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35 prósent til 4,25 prósent. „Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu.“ Einkaneysla hafi þegar hætt að aukast og að húsnæðismarkaður sé nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. „Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu,“ skrifar Stefán. Peningastefna sem gengið hafi sér til húðar Ýmis samtök hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem meginstefið er það sama: um er að ræða atlögu að heimilum í landinu. „Verðbólgan er ekki að valda heimilum og fyrirtækjum næstum því jafn miklum skaða og aðgerðirnar gegn henni,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilanna sem lýsa ábyrgð á hendur þeim einstaklingum sem sitja í peningastefnunefnd og ráðherrum „á skelfilegum afleiðingum þessara aðgerða þegar skjól verðtryggingarinnar hverfur og heimilin sitja föst í gildrunni sem nú er verið að leggja fyrir þau“. Í yfirlýsingu Rafiðnaðarsamband Íslands er tekið í sama streng. Samtökin lýsa áhyggjum yfir því að íslensk heimili leiti í að taka verðtryggð lán. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.Vísir/Sigurjón „Það er orðið fullreynt að höfða til samvisku þess hóps og hvetja til samfélagslegrar ábyrgðar. Önnur meðul þarf til. Það er til dæmis orðið tímabært stjórnvöld gangi fram með góðu fordæmi auk þess sem beita þarf vaxtakerfinu til að sporna við eyðslu þeirra sem vart vita aura sinna tal.“ „Stjórnvöld geta ekki lengur skellt skollaeyrum við því ástandi sem skapað hefur verið. Peningastefna Seðlabanka Íslands hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Atlögu Seðlabanka Íslands að íslenskum heimilum þarf að linna. Tími breytinga er runninn upp,“ segir að lokum í yfirlýsingu Rafiðnarsambandsins. Vegið að starfsskilyrðum í landbúnaði Bændasamtökin greina frá því í yfirlýsingu að stýrivaxtahækkanir undanfarin tvö ár hafi haft í för með sér aukinn árlegan kostnað fyrir landbúnaðinn upp á ríflega 5,5 milljarða króna sem bætist ofan á hækkanir á helstu aðföngum auk launahækkana. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stærstur hluti landbúnaðarins er í þeirri stöðu að geta ekki velt hækkunum út í verðlag og hafa stýrivaxtahækkanir því bein áhrif á afkomu bænda. Þessar ákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkanir vega að starfsskilyrðum í landbúnaði og kippa fótunum undan um 2.500 fjölskyldum sem skapar óvissu um hátt í 13.000 störf á Íslandi. Stjórnvöld bera ábyrgð á starfsskilyrðum í landbúnaði. Það er skýr krafa stjórnar Bændasamtakanna að stjórnvöld komi án tafar til móts við uppsafnaðan afkomuvanda bænda sem áætlað er að sé á bilinu 9-12 milljarðar króna,“ segir í yfirlýsingu Bændasamtakanna. Sameyki stéttarfélag segir að hækkun stýrivaxta þýði að fólk muni eiga erfiðara með að eignast heimili og að ungar fjölskyldur muni jafnvel alls ekki takast það. „Þá renna stýrivaxtahækkanir beint úr í verðlagið og nauðsynjavara, húsnæðislán og þjónusta hækkar í verði sem lendir á launafólki með þeim afleiðingum að kaupmáttur rýrnar. Verðbólgunni er því viðhaldið í hækkandi verði á húsnæði, hærra leiguverði íbúða, hækkandi matvöruverði,“ segir í yfirlýsingu Sameykis. Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hagkerfið ennþá yfirspennt Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar. 23. ágúst 2023 11:22 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Peningastefnunefndin ákvað að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í morgun. Meginstýrivextir bankans standa í 9,25 prósentum eftir hækkunina. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir ljóst að hækkunin sé tilkomin vegna þrýstings úr fjármálakerfinu. „Þar er öskrað á hærri vexti, að raunvaxtastig verði jákvætt. Þannig að hagnaður bankanna aukist enn frekar. Sá þrýstingur virðist vera að skila sér vel inn í Seðlabankann“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Síðustu stýrivaxtahækkanir standist engin rök. Þær taki ekki á innfluttri verðbólgu eða húsnæðisskorti, sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson segir ljóst að dekrað sé við bankana og fjármagnseigendur á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Verðbólgan er hagnaðardrifin, hagnaður fyrirtækja hefur aukist gríðarlega. Hún er líka eftirspurnardrifin, það er gríðarleg þensla í okkar hagkerfi út af ferðaþjónustu. Hér eru um 2 milljónir ferðamanna að koma í ár með tilheyrandi eyðslu og eftirspurn eftir vöru og þjónustu, gistingu og vinnuafli.“ Telur hann ljóst að stýrivaxtahækkun nú vinni beinlínis gegn markmiðum Seðlabankans. „Af hverju er þá Seðlabankinn að hækka vextina? Einhverjum kann að finnast það óskiljanlegt. En skýringuna er að finna í því að Seðlabankinn er í einu og öllu að vinna fyrir fjármálakerfið og fara svívirðilega gegn heimilunum í landinu. Það er alveg ljóst að heimilin í landinu munu ekki bera að borga af óverðtryggðum lánum, þannig það er verið að reka fólk í stórum stíl yfir í verðtryggða lánaumhverfið sem er eitt það eitraðasta sem fyrirfinnst á byggðu bóli,“ segir Ragnar Þór að auki. Öfgafull stefna Í aðsendri grein á Vísi segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu segir Seðlabankann á sérstakri vegferð „sem virðist byggja á öfgafullum markmiðum um að draga niður kjör þeirra sem eru með húsnæðisskuldir.“ Bendir hann á að Evru-löndin séu með með 4,25 prósent stýrivexti og hin Norðurlöndin eru á bilinu 3,35 prósent til 4,25 prósent. „Það eru einungis lönd í Austur-Evrópu sem hafa nú hærri stýrivexti en Ísland, ýmist lönd á mun lægra hagsældarstigi en Ísland eða stríðshrjáð lönd eins og Úkraína og Rússland – og svo Tyrkland sem býr við óðaverðbólgu.“ Einkaneysla hafi þegar hætt að aukast og að húsnæðismarkaður sé nú lokaður fyrir efnaminni fjölskyldum. „Tæpur helmingur þjóðarinnar á nú í erfiðleikum við að ná endum saman. Er það fólkið sem heldur uppi eftirspurnarþenslu í hagkerfinu? Nei, öðru nær! Það er efnameiri helmingur þjóðarinnar og ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem halda uppi eftirspurnarþenslu. Stýrivaxtahækkunin hefur lítil áhrif á það fólk og þau fyrirtæki, vegna rúmrar kaupgetu og góðrar eignarstöðu,“ skrifar Stefán. Peningastefna sem gengið hafi sér til húðar Ýmis samtök hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem meginstefið er það sama: um er að ræða atlögu að heimilum í landinu. „Verðbólgan er ekki að valda heimilum og fyrirtækjum næstum því jafn miklum skaða og aðgerðirnar gegn henni,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilanna sem lýsa ábyrgð á hendur þeim einstaklingum sem sitja í peningastefnunefnd og ráðherrum „á skelfilegum afleiðingum þessara aðgerða þegar skjól verðtryggingarinnar hverfur og heimilin sitja föst í gildrunni sem nú er verið að leggja fyrir þau“. Í yfirlýsingu Rafiðnaðarsamband Íslands er tekið í sama streng. Samtökin lýsa áhyggjum yfir því að íslensk heimili leiti í að taka verðtryggð lán. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.Vísir/Sigurjón „Það er orðið fullreynt að höfða til samvisku þess hóps og hvetja til samfélagslegrar ábyrgðar. Önnur meðul þarf til. Það er til dæmis orðið tímabært stjórnvöld gangi fram með góðu fordæmi auk þess sem beita þarf vaxtakerfinu til að sporna við eyðslu þeirra sem vart vita aura sinna tal.“ „Stjórnvöld geta ekki lengur skellt skollaeyrum við því ástandi sem skapað hefur verið. Peningastefna Seðlabanka Íslands hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Atlögu Seðlabanka Íslands að íslenskum heimilum þarf að linna. Tími breytinga er runninn upp,“ segir að lokum í yfirlýsingu Rafiðnarsambandsins. Vegið að starfsskilyrðum í landbúnaði Bændasamtökin greina frá því í yfirlýsingu að stýrivaxtahækkanir undanfarin tvö ár hafi haft í för með sér aukinn árlegan kostnað fyrir landbúnaðinn upp á ríflega 5,5 milljarða króna sem bætist ofan á hækkanir á helstu aðföngum auk launahækkana. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stærstur hluti landbúnaðarins er í þeirri stöðu að geta ekki velt hækkunum út í verðlag og hafa stýrivaxtahækkanir því bein áhrif á afkomu bænda. Þessar ákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkanir vega að starfsskilyrðum í landbúnaði og kippa fótunum undan um 2.500 fjölskyldum sem skapar óvissu um hátt í 13.000 störf á Íslandi. Stjórnvöld bera ábyrgð á starfsskilyrðum í landbúnaði. Það er skýr krafa stjórnar Bændasamtakanna að stjórnvöld komi án tafar til móts við uppsafnaðan afkomuvanda bænda sem áætlað er að sé á bilinu 9-12 milljarðar króna,“ segir í yfirlýsingu Bændasamtakanna. Sameyki stéttarfélag segir að hækkun stýrivaxta þýði að fólk muni eiga erfiðara með að eignast heimili og að ungar fjölskyldur muni jafnvel alls ekki takast það. „Þá renna stýrivaxtahækkanir beint úr í verðlagið og nauðsynjavara, húsnæðislán og þjónusta hækkar í verði sem lendir á launafólki með þeim afleiðingum að kaupmáttur rýrnar. Verðbólgunni er því viðhaldið í hækkandi verði á húsnæði, hærra leiguverði íbúða, hækkandi matvöruverði,“ segir í yfirlýsingu Sameykis.
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hagkerfið ennþá yfirspennt Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar. 23. ágúst 2023 11:22 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hagkerfið ennþá yfirspennt Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar. 23. ágúst 2023 11:22