Anníe Mist var sárþjáð á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert upp heimsleikana í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum og þar kom í ljós að hún gekk ekki alveg heil til skógar á heimsleikunum í ár. Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira