Frekari vaxtahækkanir óþarfar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 21. ágúst 2023 15:00 Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Verðlag Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun