Viðskipti innlent

Marinó hættir sem for­stjóri Kviku

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Marínó Örn Tryggvason hættir í Kviku.
Marínó Örn Tryggvason hættir í Kviku.

Marinó Örn Tryggva­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallarinnar. Þar segir að Ár­mann Þor­valds­son hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf.

Ár­mann hætti störfum sem for­stjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið að­stoðar­for­stjóri. Í til­kynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda á­fram að leiða fé­lagið í á­fram­haldandi upp­byggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi á­orkað hingað til.

„Ég hóf störf hjá Kviku fyr­ir rúm­um sex árum og hef verið for­­stjóri fé­lags­ins síðustu fjög­ur ár. Á þess­um tíma hef­ur bank­inn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verð­mæt­ustu fyr­ir­­tækj­um lands­ins. Ég er stolt­ur af því hvað okk­ur, sem störf­um hjá fé­lag­inu, hef­ur tek­ist að efla rekst­ur þess og vöxt,“ segir Marinó í til­kynningu.

Hann segir fé­lagið standa á á­kveðnum tíma­mótum þar sem fjár­festingar undan­farinna ára í innri vexti, svo sem út­víkkun á fjár­tækni­starf­semi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið sam­keppni á inn­lendum fjár­mála­markaði sem skili miklum á­vinningi til sam­fé­lagsins. Fram­undan séu mikil tæki­færi fyrir frekari vöxt og upp­byggingu bankans á þem grunni.

„Á und­an­­förn­um vik­um hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði fé­lagið í á­fram­hald­andi upp­­bygg­ingu. Niður­staða mín var að ég óskaði eft­ir því að ljúka störf­um og tel það skyn­­sam­­lega niður­­­stöðu bæði fyr­ir mig og fé­lagið.“

Haft er eftir Sigurði Hannes­syni, stjórnar­for­manni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum vel­farnaðar.

„Þá er það á­nægju­efni að geta til­­kynnt um ráðningu Ár­manns Þor­valds­­son­ar sem for­­stjóra bank­ans. Ár­mann hef­ur strax störf sem for­­stjóri og fáir sem þekkja til starf­­semi Kviku jafn­vel og hann. Reynsla og þekk­ing Ár­manns á fjár­­mála­­markaði ger­ir það að verk­um að hann verður öfl­ug­ur leið­togi bank­ans sem get­ur unnið af krafti úr þeim fjöl­­mörgu tæki­­fær­um sem blasa við Kviku,“ seg­ir Sig­urður.

Haft er eftir Ár­manni í til­kynningunni að hann hlakki til að taka við for­stjóra­starfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnar­taumana.

„Ég sé fjöl­­mörg tæki­­færi til þess að efla Kviku á­fram og það verður verk­efni næstu miss­era að vinna úr þeim til hags­bóta fyr­ir hlut­hafa bank­ans. Mér er nýtt starf ekki al­veg ó­kunn­ugt, en Kvika hef­ur mikið breyst frá því ég hélt um stjórn­ar­taum­ana og ég er mjög spennt­ur að leiða þetta öfl­uga fé­lag og það frá­bæra fólk sem þar starfar,“ seg­ir Ár­mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×