Ekki gerð refsing fyrir stórfellt heimilisofbeldi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2023 11:25 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Vísir/Vilhelm Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn þann 30. janúar síðastliðinn vegna ítrekaðra brota gegn konunni á tímabilinu 1. janúar árið 2018 til 17. maí árið 2020. Um var að ræða líkamlegt, andlegt og fjárhagslegt ofbeldi sem ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Meðal annars að hann hafi í eitt skipti tekið hana hálstaki og farið með hana úr eldhúsi heimilisins inn í svefnherbergi þar sem hann hafi hrint henni, haldið niðri og hótað að mölbrjóta á henni höfuðkúpuna. Í annað skipti tekið um háls hennar, úlnliði og haldið henni upp við vegg þegar hún var þunguð af barni þeirra og slegið hana utan undir. Einnig að hann hafi hótað henni ítrekað, kallað hana illum nöfnum svo sem „hóru“, skoðað síma og samfélagmiðla hennar án samþykkis eða vitundar, bannað henni að fara út nema í hans fylgdar, skipað henni að hlýða sér, kennt henni um eigin hegðun og ógnað henni með að brjóta innanstokksmuni. Einnig sagt að ófætt barn þeirra væri „sæðisköggull“ sem hann gæti tekið frá henni. Ákæran laut einnig að því að hann hafi ráðist á tengdamóður sína, ýtt henni utan í skáp og kallað hana „hóru“ og „tussu.“ Bótakröfur í málinu voru 5 milljónir króna af hálfu fyrrverandi sambýliskonunnar og 1 milljón af hálfu fyrrverandi tengdamóður. Geðlæknir taldi fangelsi ekki hjálpa Í dóminum kemur fram að kallaður hafi verið til matsmaður, geðlæknir, til að framkvæma geðrannsókn á manninum, til að sjá hvort hann hafi verið sakhæfur á umræddu tímabili og hvort að fangelsisrefsing geti borið árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ákærði manninn í janúar.Vísir/Vilhelm „Er skemmst frá því að segja að matsmaður telur að ákærði hafi frá ársbyrjun 2018 haft nánast stöðug einkenni um geðveiki sem gerðu hann alls ófæran um að hafa stjórn á því ofbeldi sem hann er ákærður fyrir á ákærutímabilinu,“ segir í dóminum. Taldi matsmaðurinn útilokað að refsing í formi fangelsisvistar geri ákærða minnsta gagn og líklegt að hún yrði honum skaðleg. Maðurinn sé í föstu og reglulegu eftirliti og taki þátt í flókinni lyfjameðferð. Ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir til að hindra að samfélagslegur skaði verði af honum. Játaði brot sín Maðurinn játaði brot sín gagnvart báðum konum á dómþingi þann 9. ágúst og krafðist lögmaður hans vægustu refsingar. Tók dómari mið af því og gerði manninum ekki refsingu. Voru bæturnar ákvarðaðar 800 þúsund krónur til fyrrverandi sambýliskonu og 150 þúsund til fyrrverandi tengdamóður. Auk þess var honum gert að greiða lögfræði og málskostnað upp á samanlagt um 2,5 milljónir króna.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent