Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2023 21:09 Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig. Gestirnir fengu óskabyrjun en danski framherjinn Niko Hansen kom Víkingi yfir eftir einungis þriggja mínútna leik. Niko skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf frá Erlingi Agnarssyni sem spilaði á hægri kantinum í þessum leik. Birnir Snær Ingason tvöfaldaði svo forystu Víkings eftir tæplega hálftíma leik. Birnir Snær var á vinstri vængnum fékk þá að rekja boltann nánast óáreittur að vítateigshorninu og skoraði með lúmsku skoti í nærhornið. Víkingar fagna marki Birnis Snæs Ingasonar. Vísir/Anton Brink Niko og Birnir Snær hafa nú hvor um sig skorað 10 mörk í deildinni í sumar og eru komnir upp að hlið Stefáns Inga Sigurðssonar í öðru sæti yfir markahæsti leikmenn deildarinnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson, framherji Vals, er markahæstur með 11 mörk. Logi Tómasson innsiglaði svo sigur Víkings með stórglæsilegu marki um miðbik seinni hálfleiks. Vinstri bakvörðurinn skaut viðstöðulausu skoti af löngu færi utan af kanti og boltinn söng í samskeytunum. Logi sem er á leið til Strömsgodset í Noregi á næstu dögum vill greinilega kveðja með stæl. Danijel Dejan Djuric rak svo síðasta naglann í líkkistu Valsliðsins þegar hann fullkomnaði frábæra frammistöðu Víkings með fjórða marki Víkings. Erlingur sendi þá sína aðra stoðsendingu á Danijel sem batt endahnútinn á góða sókn Fossvogspilta. Erlingur Agnarsson lagði upp tvö mörk. Vísir/Anton Brink Sölvi Geir: Þvílíkur hópur sem við erum með „Þetta var þvílík frammistaða hjá okkur í kvöld. Við stýrðum þessum leik frá upphafi til enda og þetta er líklega besti leikur okkar í sumar. Þvílíkur hópur sem er hér að slá stigamet í 12 liða deild þegar tveir leikir eru eftir fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Sölvi Geir Ottesen sem var í brúnni hjá Víkingi í fjarveru Arnars Bergmanns Gunnlaugssonar sem var í leikbanni í þessum leik. „Þessi sigur kemur okkur auðvitað í frábæra stöðu og nú er bara fókusinn á næsta leik sem er við Breiðablik. Það eru alltaf skemmtilegir leikir þegar við mætum Blikum og hart tekist á. Við erum spenntir fyrir þeim leik og ná í góð úrslit þar til þess að koma okkur í enn betri stöðu,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið. Arnar Grétarsson niðurlútur á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar: Þeir voru meira klíníkal en við „Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við spiluðum í þessum leik. Við náðum fínum köflum en okkur er refsað fyrir okkar mistök og þeir voru meiri klíníkal í sínum færum en við. Patrick fær til að mynda gott færi í fyrri hálfleik og við komum okkur oft í fínar stöður,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals súr. „Við komum svo sterkir inn í seinni hálfleikinn en fengum því miður mark í andlitið. Ég var svekktur með viðbragðið eftir þriðja markið. Það þurftu allir að eiga toppleik til þess að ná í hagstæð úrslit en það var því miður ekki raunin. Mótið er ekki búið en það verður mjög erfitt að elta þá,“ sagði Arnar um stöðu mála. Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed voru gríðarlega sterkir inni á miðsvæðinu. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru sterkari á öllum sviðum fótboltans í dag. Náðu að leysa pressu Valsmann auðveldlega, voru beinskeyttir í sóknum og skilvirkir þegar kom að því að klára færin. Víkingur náði yfirhöndinni inni á miðsvæðinu og voru ógnandi á báðum köntunum. Varnarleikur Víkings var svo bæði agaður og sterkur. Hverjir sköruðu fram úr? Kantmennirnir Birnir Snær Ingason og Erlingur Agnarsson var báðir flottir í þessum leik. Birnir Snær skoraði eitt mark og Erlingur lagði upp tvö. Gunnar Vatnhamar var svo öflugur bæði í bakvarðarstöðunni í fyrri hálfleik og miðvararstöðunni í þeim seinni. Aron Elís Þrándarson tók svo vel til sín inni á miðsvæðinu. Hjá Val kom Tryggvi Hrafn Haraldsson sér nokkrum sinnum í góðar stöður en náði ekki að klára þær með nægilega góðum hætti. Aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki nægilega vel á stirk þegar á hólminn var komið í þessum stórleik. Hvað gekk illa? Upplegg Valsmanna var að reyna að einangra Tryggva Hrafn og koma honum hratt á hann eftir uppspil sitt. Það gekk ekki sem skyldi að þessu sinni og heimamenn náðu ekki að ógna marki Víkings að neinu ráði í þessari viðureign. Þá var varnarleikur Valsmanna ekki nógu sterkur. Hvað gerist næst? Valsmenn sækja FH-inga heim á Kaplakrikavöll á laugardaginn kemur en Víkingur fær Breiðablik í heimsókn í öðrum stórleik á mánudaginn í næstu viku. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík
Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig. Gestirnir fengu óskabyrjun en danski framherjinn Niko Hansen kom Víkingi yfir eftir einungis þriggja mínútna leik. Niko skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf frá Erlingi Agnarssyni sem spilaði á hægri kantinum í þessum leik. Birnir Snær Ingason tvöfaldaði svo forystu Víkings eftir tæplega hálftíma leik. Birnir Snær var á vinstri vængnum fékk þá að rekja boltann nánast óáreittur að vítateigshorninu og skoraði með lúmsku skoti í nærhornið. Víkingar fagna marki Birnis Snæs Ingasonar. Vísir/Anton Brink Niko og Birnir Snær hafa nú hvor um sig skorað 10 mörk í deildinni í sumar og eru komnir upp að hlið Stefáns Inga Sigurðssonar í öðru sæti yfir markahæsti leikmenn deildarinnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson, framherji Vals, er markahæstur með 11 mörk. Logi Tómasson innsiglaði svo sigur Víkings með stórglæsilegu marki um miðbik seinni hálfleiks. Vinstri bakvörðurinn skaut viðstöðulausu skoti af löngu færi utan af kanti og boltinn söng í samskeytunum. Logi sem er á leið til Strömsgodset í Noregi á næstu dögum vill greinilega kveðja með stæl. Danijel Dejan Djuric rak svo síðasta naglann í líkkistu Valsliðsins þegar hann fullkomnaði frábæra frammistöðu Víkings með fjórða marki Víkings. Erlingur sendi þá sína aðra stoðsendingu á Danijel sem batt endahnútinn á góða sókn Fossvogspilta. Erlingur Agnarsson lagði upp tvö mörk. Vísir/Anton Brink Sölvi Geir: Þvílíkur hópur sem við erum með „Þetta var þvílík frammistaða hjá okkur í kvöld. Við stýrðum þessum leik frá upphafi til enda og þetta er líklega besti leikur okkar í sumar. Þvílíkur hópur sem er hér að slá stigamet í 12 liða deild þegar tveir leikir eru eftir fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Sölvi Geir Ottesen sem var í brúnni hjá Víkingi í fjarveru Arnars Bergmanns Gunnlaugssonar sem var í leikbanni í þessum leik. „Þessi sigur kemur okkur auðvitað í frábæra stöðu og nú er bara fókusinn á næsta leik sem er við Breiðablik. Það eru alltaf skemmtilegir leikir þegar við mætum Blikum og hart tekist á. Við erum spenntir fyrir þeim leik og ná í góð úrslit þar til þess að koma okkur í enn betri stöðu,“ sagði Sölvi Geir um framhaldið. Arnar Grétarsson niðurlútur á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar: Þeir voru meira klíníkal en við „Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við spiluðum í þessum leik. Við náðum fínum köflum en okkur er refsað fyrir okkar mistök og þeir voru meiri klíníkal í sínum færum en við. Patrick fær til að mynda gott færi í fyrri hálfleik og við komum okkur oft í fínar stöður,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals súr. „Við komum svo sterkir inn í seinni hálfleikinn en fengum því miður mark í andlitið. Ég var svekktur með viðbragðið eftir þriðja markið. Það þurftu allir að eiga toppleik til þess að ná í hagstæð úrslit en það var því miður ekki raunin. Mótið er ekki búið en það verður mjög erfitt að elta þá,“ sagði Arnar um stöðu mála. Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed voru gríðarlega sterkir inni á miðsvæðinu. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru sterkari á öllum sviðum fótboltans í dag. Náðu að leysa pressu Valsmann auðveldlega, voru beinskeyttir í sóknum og skilvirkir þegar kom að því að klára færin. Víkingur náði yfirhöndinni inni á miðsvæðinu og voru ógnandi á báðum köntunum. Varnarleikur Víkings var svo bæði agaður og sterkur. Hverjir sköruðu fram úr? Kantmennirnir Birnir Snær Ingason og Erlingur Agnarsson var báðir flottir í þessum leik. Birnir Snær skoraði eitt mark og Erlingur lagði upp tvö. Gunnar Vatnhamar var svo öflugur bæði í bakvarðarstöðunni í fyrri hálfleik og miðvararstöðunni í þeim seinni. Aron Elís Þrándarson tók svo vel til sín inni á miðsvæðinu. Hjá Val kom Tryggvi Hrafn Haraldsson sér nokkrum sinnum í góðar stöður en náði ekki að klára þær með nægilega góðum hætti. Aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki nægilega vel á stirk þegar á hólminn var komið í þessum stórleik. Hvað gekk illa? Upplegg Valsmanna var að reyna að einangra Tryggva Hrafn og koma honum hratt á hann eftir uppspil sitt. Það gekk ekki sem skyldi að þessu sinni og heimamenn náðu ekki að ógna marki Víkings að neinu ráði í þessari viðureign. Þá var varnarleikur Valsmanna ekki nógu sterkur. Hvað gerist næst? Valsmenn sækja FH-inga heim á Kaplakrikavöll á laugardaginn kemur en Víkingur fær Breiðablik í heimsókn í öðrum stórleik á mánudaginn í næstu viku.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti