Markaveisla í Grindavík og fall blasir við KR Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 20:35 Una Rós Unnarsdóttir með boltann. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta vann góðan sigur á Grindavík þegar liðin mættust í Lengjudeild kvenna í kvöld. Þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að KR falli úr deildinni en liðið tapaði gegn HK á heimavelli. Grindavík og Grótta voru hlið við hlið í töflunni fyrir leik liðanna suður með sjó í kvöld. Jasmine Colbert kom Grindavík yfir á 17. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu en lokamínútur fyrri hálfleiks voru síðan hálf ótrúlegar. Hannah Abraham jafnaði fyrir Gróttu á 41. mínútu en Colbert var ekki lengi að koma Grindavík yfir á nýjan leik og skoraði tveimur mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Grótta síðan tvær vítaspyrnur. Úr fyrri spyrnunni skoraði Ariela Lewis og Hallgerður Kristjánsdóttir úr þeirri síðari. Staðan í hálfleik 3-2 fyrir gestina af Seltjarnarnesi. Úr leik Grindavíkur og Gróttu í kvöld.Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta var síðan sterkari aðilinn eftir hlé. Hanna Abraham bætti sínu öðru marki við á 68. mínútu og Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði fimmta mark Seltirninga á 73. mínútu. Þegar skammt var eftir klóraði hin 15 ára gamla Tinna Hjaltalín í bakkann fyrir Grindavík. Lokatölur 5-3 og Grótta áfram í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Grindavík sem er í 6. sæti. Fallið blasir við KR Í Vesturbænum mættust lið KR og HK. KR, sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en þegar Koldís María Eymundsdóttir kom boltanum í netið. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Emily Sands metin og með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla seint í hálfleiknum tryggði HK sér sigur. Brookelyn Entz skoraði fyrst á 74. mínútu og Isabella Eva Aradóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Frá leik KR í Bestu deildinni í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jewel Boland minnkaði reynar muninn fyrir KR á 80. mínútu en nær komust þær ekki. Það er lítið annað en fall í 2. deild sem blasir við KR en liðið lék í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem gæti fellt KR með sigri á Fram á heimavelli á sunnudag. KR á þrjá leiki eftir í deildinni og þarf að vinna þá alla ætli liðið að halda sér uppi. HK fer hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á HK. Lengjudeild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Sjá meira
Grindavík og Grótta voru hlið við hlið í töflunni fyrir leik liðanna suður með sjó í kvöld. Jasmine Colbert kom Grindavík yfir á 17. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu en lokamínútur fyrri hálfleiks voru síðan hálf ótrúlegar. Hannah Abraham jafnaði fyrir Gróttu á 41. mínútu en Colbert var ekki lengi að koma Grindavík yfir á nýjan leik og skoraði tveimur mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Grótta síðan tvær vítaspyrnur. Úr fyrri spyrnunni skoraði Ariela Lewis og Hallgerður Kristjánsdóttir úr þeirri síðari. Staðan í hálfleik 3-2 fyrir gestina af Seltjarnarnesi. Úr leik Grindavíkur og Gróttu í kvöld.Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta var síðan sterkari aðilinn eftir hlé. Hanna Abraham bætti sínu öðru marki við á 68. mínútu og Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði fimmta mark Seltirninga á 73. mínútu. Þegar skammt var eftir klóraði hin 15 ára gamla Tinna Hjaltalín í bakkann fyrir Grindavík. Lokatölur 5-3 og Grótta áfram í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Grindavík sem er í 6. sæti. Fallið blasir við KR Í Vesturbænum mættust lið KR og HK. KR, sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en þegar Koldís María Eymundsdóttir kom boltanum í netið. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Emily Sands metin og með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla seint í hálfleiknum tryggði HK sér sigur. Brookelyn Entz skoraði fyrst á 74. mínútu og Isabella Eva Aradóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Frá leik KR í Bestu deildinni í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jewel Boland minnkaði reynar muninn fyrir KR á 80. mínútu en nær komust þær ekki. Það er lítið annað en fall í 2. deild sem blasir við KR en liðið lék í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem gæti fellt KR með sigri á Fram á heimavelli á sunnudag. KR á þrjá leiki eftir í deildinni og þarf að vinna þá alla ætli liðið að halda sér uppi. HK fer hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á HK.
Lengjudeild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Sjá meira