Tuttugu tilkynningar um hatursglæpi á Hinsegin dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2023 19:23 Þorbjörg segir meira rými fyrir fordóma og hatur og að mikilvægt sé að fræða og deila réttum en ekki fölskum upplýsingum. Vísir/Sigurjón Samtökunum ´78 bárust tuttugu tilkynningar um hatursglæpi í aðdraganda og á meðan Hinsegin dögum stóð, sú alvarlegasta varðar líkamsrás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik hatursglæpa á sama tímabili. Samtökunum ´78 hafa á þessu ári borist 38 tilkynningar um hatursglæpi, 20 þeirra bárust í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stóð. Alvarlegasta tilkynningin varðar líkamsárás sem ekki hefur verið tilkynnt lögreglu en aðrar tilkynningar varða til dæmis fána sem skornir hafa verið niður og límmiða með hatursfullum skilaboðum sem hafa verið límdir víða. Fyrr í dag var greint frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ellefu tilvik hatursglæpa á Hinseding dögum til rannsóknar og möguleg tengsl þeirra. Þrír karlmenn í nasistaklæðum voru handteknir á laugardag vegna málsins en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. „Ég held að við þurfum aðeins að staldra við sem samfélag þegar nasistar eru farnir að sýna sig opinberlega,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum ´78 og að það hafi verið afar óþægilegt að heyra af tilfelli þessa manna á laugardaginn og ætlunum þeirra. Samtökin ´78 byrjuðu fyrir þremur árum að safna upplýsingum um ofbeldi og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og er að þeirra mati mikilvæg tól til að meta stöðuna og hverju fólk lendir í sinu daglega lífi. „Það er algengast að við fáum tilkynningar um áreitni í almannarýminu, þar sem hrópar er á eftir fólki eða talað á mjög niðrandi hátt til þeirra. Geltið er enn þó það sé minna af því. Við fáum einnig tilkynningar um skemmdarverk og ógnanir tengdar þeim,“ segir en skemmdarverkin tengdust mörg regnbogafánum hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum og að hatursáróðri væri dreift. „Það var verið að taka niður fána utan heima hjá fólki og meira að segja er eitt dæmi um það að fáni hafi verið brenndur fyrir utan hjá manneskju sem hafði flaggað. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt fyrir fólk, að það komi einhver að heimili þínu og rífi niður táknmynd frelsisbaráttu þinnar.“ Meira rými fyrir hatur Þorbjörg segir að baki þessum glæpum sé fámennur hópur en að svo virðist sem hann hafi fengið einhvern konar leyfi eða rými til að sýna fordóma og hatur. „Það er auðvitað alvarlegt mál. Við höfum tekið eftir því lengi að það er versnandi umræða á netinu og ég túlka þetta þannig að umræðan sé að leka í daglegt líf fólk og það er mjög alvarlegt mál og þróun sem ekki er gaman að horfa upp á,“ segir Þorbjörg og að allir samfélagsmiðlar séu í raun jafn slæmir því um leið og einstaklingur er dottinn inn í algóritma þar sem hatur fær að viðgangast þá helst hann þar. „Stundum er fólk bara komið með skakka mynd af raunveruleikanum og farið að trúa einhverju sem er lygi og áróður. Ég lít svo á að við séum að sjá það sem við höfum verið að óttast. Að þessi ljóta orðræða sem hefur fengið að viðgangast á samfélagsmiðlum og opinberu rými er að raungerast í almannarýminu og það er ekki góð þróun. En á sama tíma finnum við fyrir mjög miklum stuðningi hjá langflestum og við finnum fyrir aukinni samheldni innan hinsegin samfélagsins. Fólk stendur saman og við sjáum eldri homma og lesbíur koma trans fólki til varna og það er allt mjög jákvætt,“ segir Þorbjörg og að hún telji mikilvægt að allt samfélagið fræði sig betur og eigi þessi samtöl við sína nánustu. „Það er ekkert að óttast. Við erum bara að berjast fyrir frelsi okkar allra til að vera eins og við erum.“ Gerendur margir ungir karlmenn Þorbjörg segir flesta gerendur í þessum málum karlmenn og að meirihluti þeirra tilheyri yngri aldurshópi, í kringum tvítugt. Hún segir mikilvægt að fræða og leiðrétta falskar upplýsingar. „Þeir eru allt frá þrettán eða fjórtán ára og upp í eldri menn en mest er af yngri gerendum, fólk í kringum tvítugt og unglingsaldri.“ Hún segir að það séu nokkrir ólíkir hópar sem helst sé verið að glíma við í þessum málum og telur að hægt sé að skipta þeim í fernt. „Það er í fyrsta lagi ungt fólk sem hefur látið glepjast af einhverju rugli á samfélagsmiðlum. Þetta er jafnvel fólk sem kemur frá opnum heimilum sem hefur aldrei verið kennt neitt annað en að virða náungann. Í öðru lagi eru það nýnasistar sem eru skipulögð hreyfing hér á landi,“ segir Þorbjörg og að þriðju hópurinn sé fólk sem treystir ekki yfirvöldum og trúir á samsæriskenningar. „Hópurinn er kannski ekki stór í þessum glæpum sem við erum að glíma við en er stór á vefnum. Svo í fjórða lagi tel ég sérstakan hóp vera eldra fólk sem var alltaf fordómafullt og finnur núna að það getur viðrað fordóma sína án þess að eiga hættu á félagslegri útskúfun.“ Hinsegin Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. 16. ágúst 2023 13:00 Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Samtökunum ´78 hafa á þessu ári borist 38 tilkynningar um hatursglæpi, 20 þeirra bárust í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stóð. Alvarlegasta tilkynningin varðar líkamsárás sem ekki hefur verið tilkynnt lögreglu en aðrar tilkynningar varða til dæmis fána sem skornir hafa verið niður og límmiða með hatursfullum skilaboðum sem hafa verið límdir víða. Fyrr í dag var greint frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ellefu tilvik hatursglæpa á Hinseding dögum til rannsóknar og möguleg tengsl þeirra. Þrír karlmenn í nasistaklæðum voru handteknir á laugardag vegna málsins en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. „Ég held að við þurfum aðeins að staldra við sem samfélag þegar nasistar eru farnir að sýna sig opinberlega,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum ´78 og að það hafi verið afar óþægilegt að heyra af tilfelli þessa manna á laugardaginn og ætlunum þeirra. Samtökin ´78 byrjuðu fyrir þremur árum að safna upplýsingum um ofbeldi og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og er að þeirra mati mikilvæg tól til að meta stöðuna og hverju fólk lendir í sinu daglega lífi. „Það er algengast að við fáum tilkynningar um áreitni í almannarýminu, þar sem hrópar er á eftir fólki eða talað á mjög niðrandi hátt til þeirra. Geltið er enn þó það sé minna af því. Við fáum einnig tilkynningar um skemmdarverk og ógnanir tengdar þeim,“ segir en skemmdarverkin tengdust mörg regnbogafánum hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum og að hatursáróðri væri dreift. „Það var verið að taka niður fána utan heima hjá fólki og meira að segja er eitt dæmi um það að fáni hafi verið brenndur fyrir utan hjá manneskju sem hafði flaggað. Þetta er auðvitað mjög óþægilegt fyrir fólk, að það komi einhver að heimili þínu og rífi niður táknmynd frelsisbaráttu þinnar.“ Meira rými fyrir hatur Þorbjörg segir að baki þessum glæpum sé fámennur hópur en að svo virðist sem hann hafi fengið einhvern konar leyfi eða rými til að sýna fordóma og hatur. „Það er auðvitað alvarlegt mál. Við höfum tekið eftir því lengi að það er versnandi umræða á netinu og ég túlka þetta þannig að umræðan sé að leka í daglegt líf fólk og það er mjög alvarlegt mál og þróun sem ekki er gaman að horfa upp á,“ segir Þorbjörg og að allir samfélagsmiðlar séu í raun jafn slæmir því um leið og einstaklingur er dottinn inn í algóritma þar sem hatur fær að viðgangast þá helst hann þar. „Stundum er fólk bara komið með skakka mynd af raunveruleikanum og farið að trúa einhverju sem er lygi og áróður. Ég lít svo á að við séum að sjá það sem við höfum verið að óttast. Að þessi ljóta orðræða sem hefur fengið að viðgangast á samfélagsmiðlum og opinberu rými er að raungerast í almannarýminu og það er ekki góð þróun. En á sama tíma finnum við fyrir mjög miklum stuðningi hjá langflestum og við finnum fyrir aukinni samheldni innan hinsegin samfélagsins. Fólk stendur saman og við sjáum eldri homma og lesbíur koma trans fólki til varna og það er allt mjög jákvætt,“ segir Þorbjörg og að hún telji mikilvægt að allt samfélagið fræði sig betur og eigi þessi samtöl við sína nánustu. „Það er ekkert að óttast. Við erum bara að berjast fyrir frelsi okkar allra til að vera eins og við erum.“ Gerendur margir ungir karlmenn Þorbjörg segir flesta gerendur í þessum málum karlmenn og að meirihluti þeirra tilheyri yngri aldurshópi, í kringum tvítugt. Hún segir mikilvægt að fræða og leiðrétta falskar upplýsingar. „Þeir eru allt frá þrettán eða fjórtán ára og upp í eldri menn en mest er af yngri gerendum, fólk í kringum tvítugt og unglingsaldri.“ Hún segir að það séu nokkrir ólíkir hópar sem helst sé verið að glíma við í þessum málum og telur að hægt sé að skipta þeim í fernt. „Það er í fyrsta lagi ungt fólk sem hefur látið glepjast af einhverju rugli á samfélagsmiðlum. Þetta er jafnvel fólk sem kemur frá opnum heimilum sem hefur aldrei verið kennt neitt annað en að virða náungann. Í öðru lagi eru það nýnasistar sem eru skipulögð hreyfing hér á landi,“ segir Þorbjörg og að þriðju hópurinn sé fólk sem treystir ekki yfirvöldum og trúir á samsæriskenningar. „Hópurinn er kannski ekki stór í þessum glæpum sem við erum að glíma við en er stór á vefnum. Svo í fjórða lagi tel ég sérstakan hóp vera eldra fólk sem var alltaf fordómafullt og finnur núna að það getur viðrað fordóma sína án þess að eiga hættu á félagslegri útskúfun.“
Hinsegin Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. 16. ágúst 2023 13:00 Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. 16. ágúst 2023 13:00
Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26