Fá að skoða síma í þágu rannsóknar á hefndarklámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2023 11:48 Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem heimiluð var rannsókn á efni farsíma manns sem lagt var hald á í þágu rannsóknar á hefndarklámi. Maðurinn skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. ágúst síðastliðinn þar sem hann freistaði þess að fá úrskurði Héraðsdóms Reykjaness hnekkt. Var þar fallist á að lögreglu væri heimilt að rannsaka efni farsímans. Í úrskurðinum kemur fram að rannsókn snúi að mögulegu broti gegn 199. grein a hegningarlaga sem kveður á um bann við dreifingu kynferðislegs myndefnis af öðrum manni án hans samþykkis. Í málinu liggur fyrir skáskot úr síma brotaþola þar sem notandinn, sem er merktur „X“ í úrskurðinum, sendir henni svohljóðandi skilaboð: „þú ert búin að vera með þessum stórkostlega manni síðan 198X ætla að senda honum skilaboðin okkar og myndböndin þar sem þú ert að fróa þér á morgun.... [...] verði ykkur að góðu [...] láttu þig bara hlakka til“. Maðurinn neitaði við skýrslutöku að hafa tekið upp eða fengið sent kynferðislegt myndefni af brotaþola. Þá hafi hann ekki munað eftir fyrrgreindu samtali og væri ekki viss um að hann hafi rætt við brotaþola en að ljósmyndin sem fylgdi notandanum „X“ væri vissulega af honum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar liggur fyrir að maðurinn og brotaþoli hafi lengi þekkst og átt í samskiptum. Samkvæmt framansögðu var rökstuddur grunur talinn fyrir hendi um að maðurinn hafi gerst sekur um brot sem varðað geti fangelsisrefsinu. Því var fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Maðurinn skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. ágúst síðastliðinn þar sem hann freistaði þess að fá úrskurði Héraðsdóms Reykjaness hnekkt. Var þar fallist á að lögreglu væri heimilt að rannsaka efni farsímans. Í úrskurðinum kemur fram að rannsókn snúi að mögulegu broti gegn 199. grein a hegningarlaga sem kveður á um bann við dreifingu kynferðislegs myndefnis af öðrum manni án hans samþykkis. Í málinu liggur fyrir skáskot úr síma brotaþola þar sem notandinn, sem er merktur „X“ í úrskurðinum, sendir henni svohljóðandi skilaboð: „þú ert búin að vera með þessum stórkostlega manni síðan 198X ætla að senda honum skilaboðin okkar og myndböndin þar sem þú ert að fróa þér á morgun.... [...] verði ykkur að góðu [...] láttu þig bara hlakka til“. Maðurinn neitaði við skýrslutöku að hafa tekið upp eða fengið sent kynferðislegt myndefni af brotaþola. Þá hafi hann ekki munað eftir fyrrgreindu samtali og væri ekki viss um að hann hafi rætt við brotaþola en að ljósmyndin sem fylgdi notandanum „X“ væri vissulega af honum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar liggur fyrir að maðurinn og brotaþoli hafi lengi þekkst og átt í samskiptum. Samkvæmt framansögðu var rökstuddur grunur talinn fyrir hendi um að maðurinn hafi gerst sekur um brot sem varðað geti fangelsisrefsinu. Því var fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira