Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 1-3 | Nýliðarnir tryggðu sæti í efri hlutanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 20:41 FH-ingar tryggðu sér sæti í efri hluta Bestu-deildarinnar með öruggum sigri á Selfossi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. FH-ingar voru ekki lengi að skjóta Selfyssingum skelk í bringu því strax á annarri mínútu leiksins fékk Alma Mathiesen boltann fyrir utan teig. Hún lét vaða af nokkuð löngu færi, en boltinn þeyttist af þverslánni og aftur fyrir endamörk. Það var svo á 24. Mínútu að FH-ingar náðu að brjóta ísinn. Shaina Ashouri tók þá við boltanum á D-boganum eftir að Selfyssingum mistókst að hreinsa almennilega frá marki, fékk nægan tíma til að athafna sig og þrumaði boltanum í slána og inn, algjörlega óverjandi og staðan orðin 0-1. Margrét Brynja Kristinsdóttir tvöfaldaði svo forystu gestanna á 31. mínútu þegar hún fékk boltann inni í teig eftir frábæran sprett og sendingu frá Ölmu Mathiesen áður en Snædís María Jörundsdóttir skoraði þriðja mark liðsins eftir snyrtilega stungusendingu frá Mackenzie Marie George tæpum fimm mínútum síðar og staðan var því 0-3 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo heldur rólegri en sá fyrri. Gestirnir í FH höfðu litla sem enga ástæðu til að sækja hátt og Selfyssingar áttu erfitt með að skapa sér færi, eins og svo oft áður í sumar. Heimakonur voru þó ansi nálægt því að minnka muninn þegar síðari hálfleikur var um tíu mínútna gamall þegar skot Katrínar Ágústsdóttur hafnaði í þverslánni eftir að boltinn hafði skoppað milli manna inni í teignum. Selfyssingar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á, en færin létu á sér standa. Heimakonur náðu reyndar að lauma inn einu sárabótarmarki með seinustu spyrnu leiksins þegar Grace Sklopan gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr hornspyrnu, en niðurstaðan varð 1-3 sigur FH. Með sigrinum fer FH í 25 stig og liðið er því búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur. Selfyssingar sitja hins vegar enn á botninum með 11 stig og þurfa helst að snúa genginu við ekki seinna en strax ef liðið ætlar að halda sér í deild þeirra bestu. Af hverju vann FH? Gestirnir frá Hafnarfirði gerðu virkilega vel í fyrri hálfleik í að koma inn þremur mörkum og refsa Selfyssingum fyrir sofandahátt í vörninni. FH-ingar gerðu svo nákvæmlega það sem þurfti í seinni hálfleik og lokuðu vel á flestar sóknir Selfyssinga og sigldu að lokum heim nokkuð öruggum sigri. Hverjar stóðu upp úr? Shaina Ashouri átti góðan leik í liði FH og kom gestunum á bragðið með fallegu skoti um miðjan seinni hálfleik auk þess að stýra traffíkinni á miðsvæðinu vel. Þá var Alma Mathiesen oft og tíðum hættuleg á sprettinum upp hægri kantinn og heilt yfir átti FH-liðið góðan dag á Selfossi. Hvað gekk illa? Enn og aftur gekk Selfossliðinu illa að skapa sér færi lengst af í leiknum og enn og aftur fær liðið á sig mörk eftir kæruleysislegan varnarleik. Selfyssingar hafa samtals skorað níu deildarmörk í allt sumar og fengið á sig þrjátíu, en ekkert lið hefur skorað færri eða fengið á sig fleiri mörk á tímabilinu. Það er því nokkuð ljóst að stoppa þarf í götin á Selfossi og finna netið á hinum enda vallarins ætli Selfyssingar sér ekki að falla. Hvað gerist næst? Bæði lið leika heimaleik næstkomandi sunnudag klukkan 14:00 þegar Selfoss tekur á móti Þór/KA og FH fær Stjörnuna í heimsókn. Björn: Getum ekki leyft okkur að mæta svona til leiks Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega ósáttur eftir tap kvöldsins og segir að leikurinn hafi í raun tapast strax í fyrri hálfleik. „Þetta var ótrúlega flatur fyrri hálfleikur af okkar hálfu og ég er gríðarlega ósáttur með þá frammistöðu,“ sagði Björn að leik loknum. „Seinni hálfleikurinn var aftur á móti einhver allt annar og það kom ótrúlega mikið líf með ungu stelpunum sem við settum inn á í hálfleik. En við getum bara ekki leyft okkur að mæta svona til leiks. Að við séum ekki að skila okkur niður í teig varnarlega og í raun bara ekki að fara eftir fyrirmælum.“ „Fyrri hálfleikurinn litast af því að þær eiga þrjár eða fjórar tilraunir sem verða að þremur mörkum. Við eigum svo sem ekkert mikið af tilraunum, en í seinni hálfleik sköpuðum við okkur slatta og eigum sláarskot og stangarskot, fullt af hornum og skorum eitt mark sem var langþráð en hefði alveg mátt koma á móti auðu marki hinum megin.“ „Við hefðum alveg getað skorað nokkur mörk í þessum leik, en fyrri hálfleikurinn bara eyðilagði þennan leik fyrir okkur. Hins vegar gefur þessi seinni hálfleikur okkur vonandi kraft inn í lokabaráttuna því það er efniviður í þessu félagi og kannski bara á mér að hafa ekki verið að nýta mér hann nógu mikið.“ Þá bætir Björn einnig við að það sé alls ekki nóg að vera bara að reyna að sækja í síðari hálfleik, liðið verði að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Þá sé blóðugt að fara inn í hálfleikshléið þremur mörkum undir eftir að hafa boðið andstæðingnum upp á færi. „Eins og ég segi, latar er kannski ekki rétta orðið, en það er kæruleysi og einbeitingarleysi að við séum ekki að skila okkur í þær stöður sem við erum búin að vera að æfa og undirbúa. Að lenda í því að vera svona rosalega undirmannaðar í teignum og erum bara að gefa þeim mörk.“ „Það er bara blóðugt og drullusvekkjandi. Ef við hefðum staðið okkar plikt í öllum þessum málum þá hefðum við getað gefið FH leik allan tíman, en þetta var flottur seinni hálfleikur og við tökum það með okkur.“ Hann segir einnig að lokum að frammistaða seinni hálfleiksins gæti gefið fyrirheit um það að þær ungu stelpur sem komu inn af bekknum í kvöld fái tækifæri til að snúa gengi liðsins við á lokametrum tímabilsins. „Já ég held það. Embla Dís [Gunnarsdóttir] byrjaði síðasta leik fyrir norðan á móti Tindastóli og stóð sig stórvel og fékk áframhaldandi traust. Hún gerði vel í dag, en var orðin þreytt þannig ég ákvað að skipta henni út af. Hún á ekkert marga leiki í efstu deild og ég held að það hafi verið fyrsti leikurinn hennar.“ „Auður [Helga Halldórsdóttir], Katrín [Ágústsdóttir], Jóhanna [Elín Halldórsdóttir], og Brynja [Líf jónsdóttir] komu allar drulluflottar inn. Nú þurfum við bara að fara að „match-a“ þessar stelpur og horfa til framtíðar fyrir félagið því þeirra er framtíðin,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss FH
FH-ingar, nýliðar Bestu-deildar kvenna, tryggðu sér sæti í efri hluta deildarinnar er liðið vann öruggan 3-1 útisigur á Selfossi í kvöld. Gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. FH-ingar voru ekki lengi að skjóta Selfyssingum skelk í bringu því strax á annarri mínútu leiksins fékk Alma Mathiesen boltann fyrir utan teig. Hún lét vaða af nokkuð löngu færi, en boltinn þeyttist af þverslánni og aftur fyrir endamörk. Það var svo á 24. Mínútu að FH-ingar náðu að brjóta ísinn. Shaina Ashouri tók þá við boltanum á D-boganum eftir að Selfyssingum mistókst að hreinsa almennilega frá marki, fékk nægan tíma til að athafna sig og þrumaði boltanum í slána og inn, algjörlega óverjandi og staðan orðin 0-1. Margrét Brynja Kristinsdóttir tvöfaldaði svo forystu gestanna á 31. mínútu þegar hún fékk boltann inni í teig eftir frábæran sprett og sendingu frá Ölmu Mathiesen áður en Snædís María Jörundsdóttir skoraði þriðja mark liðsins eftir snyrtilega stungusendingu frá Mackenzie Marie George tæpum fimm mínútum síðar og staðan var því 0-3 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo heldur rólegri en sá fyrri. Gestirnir í FH höfðu litla sem enga ástæðu til að sækja hátt og Selfyssingar áttu erfitt með að skapa sér færi, eins og svo oft áður í sumar. Heimakonur voru þó ansi nálægt því að minnka muninn þegar síðari hálfleikur var um tíu mínútna gamall þegar skot Katrínar Ágústsdóttur hafnaði í þverslánni eftir að boltinn hafði skoppað milli manna inni í teignum. Selfyssingar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á, en færin létu á sér standa. Heimakonur náðu reyndar að lauma inn einu sárabótarmarki með seinustu spyrnu leiksins þegar Grace Sklopan gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr hornspyrnu, en niðurstaðan varð 1-3 sigur FH. Með sigrinum fer FH í 25 stig og liðið er því búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir tæpar tvær vikur. Selfyssingar sitja hins vegar enn á botninum með 11 stig og þurfa helst að snúa genginu við ekki seinna en strax ef liðið ætlar að halda sér í deild þeirra bestu. Af hverju vann FH? Gestirnir frá Hafnarfirði gerðu virkilega vel í fyrri hálfleik í að koma inn þremur mörkum og refsa Selfyssingum fyrir sofandahátt í vörninni. FH-ingar gerðu svo nákvæmlega það sem þurfti í seinni hálfleik og lokuðu vel á flestar sóknir Selfyssinga og sigldu að lokum heim nokkuð öruggum sigri. Hverjar stóðu upp úr? Shaina Ashouri átti góðan leik í liði FH og kom gestunum á bragðið með fallegu skoti um miðjan seinni hálfleik auk þess að stýra traffíkinni á miðsvæðinu vel. Þá var Alma Mathiesen oft og tíðum hættuleg á sprettinum upp hægri kantinn og heilt yfir átti FH-liðið góðan dag á Selfossi. Hvað gekk illa? Enn og aftur gekk Selfossliðinu illa að skapa sér færi lengst af í leiknum og enn og aftur fær liðið á sig mörk eftir kæruleysislegan varnarleik. Selfyssingar hafa samtals skorað níu deildarmörk í allt sumar og fengið á sig þrjátíu, en ekkert lið hefur skorað færri eða fengið á sig fleiri mörk á tímabilinu. Það er því nokkuð ljóst að stoppa þarf í götin á Selfossi og finna netið á hinum enda vallarins ætli Selfyssingar sér ekki að falla. Hvað gerist næst? Bæði lið leika heimaleik næstkomandi sunnudag klukkan 14:00 þegar Selfoss tekur á móti Þór/KA og FH fær Stjörnuna í heimsókn. Björn: Getum ekki leyft okkur að mæta svona til leiks Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega ósáttur eftir tap kvöldsins og segir að leikurinn hafi í raun tapast strax í fyrri hálfleik. „Þetta var ótrúlega flatur fyrri hálfleikur af okkar hálfu og ég er gríðarlega ósáttur með þá frammistöðu,“ sagði Björn að leik loknum. „Seinni hálfleikurinn var aftur á móti einhver allt annar og það kom ótrúlega mikið líf með ungu stelpunum sem við settum inn á í hálfleik. En við getum bara ekki leyft okkur að mæta svona til leiks. Að við séum ekki að skila okkur niður í teig varnarlega og í raun bara ekki að fara eftir fyrirmælum.“ „Fyrri hálfleikurinn litast af því að þær eiga þrjár eða fjórar tilraunir sem verða að þremur mörkum. Við eigum svo sem ekkert mikið af tilraunum, en í seinni hálfleik sköpuðum við okkur slatta og eigum sláarskot og stangarskot, fullt af hornum og skorum eitt mark sem var langþráð en hefði alveg mátt koma á móti auðu marki hinum megin.“ „Við hefðum alveg getað skorað nokkur mörk í þessum leik, en fyrri hálfleikurinn bara eyðilagði þennan leik fyrir okkur. Hins vegar gefur þessi seinni hálfleikur okkur vonandi kraft inn í lokabaráttuna því það er efniviður í þessu félagi og kannski bara á mér að hafa ekki verið að nýta mér hann nógu mikið.“ Þá bætir Björn einnig við að það sé alls ekki nóg að vera bara að reyna að sækja í síðari hálfleik, liðið verði að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Þá sé blóðugt að fara inn í hálfleikshléið þremur mörkum undir eftir að hafa boðið andstæðingnum upp á færi. „Eins og ég segi, latar er kannski ekki rétta orðið, en það er kæruleysi og einbeitingarleysi að við séum ekki að skila okkur í þær stöður sem við erum búin að vera að æfa og undirbúa. Að lenda í því að vera svona rosalega undirmannaðar í teignum og erum bara að gefa þeim mörk.“ „Það er bara blóðugt og drullusvekkjandi. Ef við hefðum staðið okkar plikt í öllum þessum málum þá hefðum við getað gefið FH leik allan tíman, en þetta var flottur seinni hálfleikur og við tökum það með okkur.“ Hann segir einnig að lokum að frammistaða seinni hálfleiksins gæti gefið fyrirheit um það að þær ungu stelpur sem komu inn af bekknum í kvöld fái tækifæri til að snúa gengi liðsins við á lokametrum tímabilsins. „Já ég held það. Embla Dís [Gunnarsdóttir] byrjaði síðasta leik fyrir norðan á móti Tindastóli og stóð sig stórvel og fékk áframhaldandi traust. Hún gerði vel í dag, en var orðin þreytt þannig ég ákvað að skipta henni út af. Hún á ekkert marga leiki í efstu deild og ég held að það hafi verið fyrsti leikurinn hennar.“ „Auður [Helga Halldórsdóttir], Katrín [Ágústsdóttir], Jóhanna [Elín Halldórsdóttir], og Brynja [Líf jónsdóttir] komu allar drulluflottar inn. Nú þurfum við bara að fara að „match-a“ þessar stelpur og horfa til framtíðar fyrir félagið því þeirra er framtíðin,“ sagði Björn að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti