Fótbolti

Schmeichel í ensku úrvalsdeildina á ný?

Siggeir Ævarsson skrifar
Kasper Schmeichel var fyrirliði Leicester.
Kasper Schmeichel var fyrirliði Leicester. Getty/Robin Jones

Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel er orðaður við bæði Chelsea og Nottingham Forest en dvöl hans hjá Nice í Frakklandi virðist vera á enda runnin.

Schmeichel, sem lék ellefu tímabil með Leicester áður en hann hélt til Frakklands, hefur síðustu daga verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina. Í síðustu viku var hann orðaður við Notthingham Forest, þrátt fyrir að liðið hafi samið við Matt Turner til fjögurra ára þann 9. ágúst.

Nú er Schmeichel sterklega orðaður við Chelsea þar sem Kepa Arrizabalaga er farinn til Real Madrid að láni. Schmeichel er sjálfur í fríi í Danmörku með fjölskyldu sinni og var ekki í leikmannahópi Nice í gær þegar liðið mætti Lille í frönsku Uber Eats deildinni. 

Ýmsir miðlar fullyrða að hann muni ekki snúa aftur til Frakklands og hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Nice. Enska úrvalsdeildin sé nú líklegasti áfangastaðurinn fyrir hinn 36 ára Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×