Erlent

Vara­for­seta­efni kemur í stað látna for­seta­fram­bjóðandans

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Andrea á blaðamannafundi daginn eftir að forsetaframbjóðandinn var skotinn til bana.
Andrea á blaðamannafundi daginn eftir að forsetaframbjóðandinn var skotinn til bana. AP

Hin ekvadorska Andrea Gonzalez, fyrrverandi varaforsetaefni, hefur tekið við forsetaframboði Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana dögunum. 

Forsetaframbjóðandinn Fernando Villavicencio var skotinn þrisvar sinnum í höfuðið á kosningafundi í höfuðborginni Quito á miðvikudag. Skotin urðu honum að bana. Lögreglan í Ekvador segir alla meintu morðingja frambjóðandans vera frá Kólumbíu. 

Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi en eitt af helstu stefnumálum Villavicencio var að uppræta spillingu og glæpi í landinu.

Movimiento Construye, stjórnmálaflokkur Villavicencio og Gonzalez greindi frá þessu. Þá segir að verið sé að velja varaforsetaefni en fyrsta umferð forsetakosninganna fara fram þann 20. ágúst næstkomandi. 

Gonzalez er 36  ára gömul. Í frétt BBC segir að umhverfismál hafi verið efst á lista hjá henni á stjórnmálaferli hennar. Fyrstu kappræður hennar fara fram á morgun. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×