Golf

Ragnhildur að síga fram úr öðrum keppendum

Siggeir Ævarsson skrifar
Ragnhildur er komin með ágætis forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu
Ragnhildur er komin með ágætis forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu SETH@GOLF.IS

Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir keppnina í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi en hún er á fimm höggum undir pari nú á þriðja keppnisdegi og er tæplega hálfnuð með hring dagsins.

Ragnhildur hefur leikið sjö holur í dag, líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari. Þær eru einu keppendurnir í kvennaflokki sem eru undir pari eins og er, en þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Andrea Björg Bergsdóttir koma næstar í 3. - 4. sæti, báðar einu höggi yfir pari.

Í karlaflokki hafa efstu menn leikið heldur færri holur en Hlynur Geir Hjartarson er búinn að skjótast upp í efsta sætið eftir fjórar holur á átta höggum undir pari. Andri Þór Björnsson, sem leiddi keppnina í gær á níu höggum undir pari er sem stendur í 4. sæti á fimm höggum undir pari. Efstu keppendur í karlaflokki eru flestir aðeins búnir að leika fjórar holur, svo að það má búast við að staðan breytist þar þegar líður á daginn.

Hér má fylgjast með stöðunni í beinni


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×