Ragnhildur að síga fram úr öðrum keppendum Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 14:22 Ragnhildur er komin með ágætis forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu SETH@GOLF.IS Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir keppnina í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi en hún er á fimm höggum undir pari nú á þriðja keppnisdegi og er tæplega hálfnuð með hring dagsins. Ragnhildur hefur leikið sjö holur í dag, líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari. Þær eru einu keppendurnir í kvennaflokki sem eru undir pari eins og er, en þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Andrea Björg Bergsdóttir koma næstar í 3. - 4. sæti, báðar einu höggi yfir pari. Í karlaflokki hafa efstu menn leikið heldur færri holur en Hlynur Geir Hjartarson er búinn að skjótast upp í efsta sætið eftir fjórar holur á átta höggum undir pari. Andri Þór Björnsson, sem leiddi keppnina í gær á níu höggum undir pari er sem stendur í 4. sæti á fimm höggum undir pari. Efstu keppendur í karlaflokki eru flestir aðeins búnir að leika fjórar holur, svo að það má búast við að staðan breytist þar þegar líður á daginn. Hér má fylgjast með stöðunni í beinni Golf Íslandsmótið í golfi Tengdar fréttir Andri heldur forystunni en Guðmundur og Hlynur narta í hælana Nú þegar langflestir kylfingar hafa lokið öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi leiðir Andri Þór Björnsson á níu höggum undir pari. 11. ágúst 2023 20:10 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnhildur hefur leikið sjö holur í dag, líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari. Þær eru einu keppendurnir í kvennaflokki sem eru undir pari eins og er, en þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Andrea Björg Bergsdóttir koma næstar í 3. - 4. sæti, báðar einu höggi yfir pari. Í karlaflokki hafa efstu menn leikið heldur færri holur en Hlynur Geir Hjartarson er búinn að skjótast upp í efsta sætið eftir fjórar holur á átta höggum undir pari. Andri Þór Björnsson, sem leiddi keppnina í gær á níu höggum undir pari er sem stendur í 4. sæti á fimm höggum undir pari. Efstu keppendur í karlaflokki eru flestir aðeins búnir að leika fjórar holur, svo að það má búast við að staðan breytist þar þegar líður á daginn. Hér má fylgjast með stöðunni í beinni
Golf Íslandsmótið í golfi Tengdar fréttir Andri heldur forystunni en Guðmundur og Hlynur narta í hælana Nú þegar langflestir kylfingar hafa lokið öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi leiðir Andri Þór Björnsson á níu höggum undir pari. 11. ágúst 2023 20:10 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri heldur forystunni en Guðmundur og Hlynur narta í hælana Nú þegar langflestir kylfingar hafa lokið öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi leiðir Andri Þór Björnsson á níu höggum undir pari. 11. ágúst 2023 20:10