Fólk í ofþyngd álitið latt og subbulegt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 09:01 Allar konunar sem rætt var við reyndust hafa upplifað fordóma og mismunun á vinnumarkaði vegna þyngdar sinnar. Þær töluðu um óþægilega tilfinningu í starfi og að vera annars flokks starfsmaður og jafnvel annars flokks þjóðfélagsþegn. Getty „Nú veit ég að ég er mjög klár, ég hef dúxað í öllu sem ég hef tekið í skóla og útskrifast með hæstu meðaleinkunnir og ég er rosalega góð í að greina vandamál og tækifæri og slíkt. Það var aldrei, fannst mér, tekið mark á því sem ég hafði fram að færa og ég var alltaf svona annars flokks starfsmaður að vissu leyti vegna þess hversu stór ég var,“ segir íslensk kona í yfirþyngd sem hefur verið á vinnumarkaðnum í fjölda ára. Konur í yfirþyngd upplifa fordóma og mismunun á vinnumarkaði á borð við móðgandi athugasemdir, niðurlægjandi hegðun á vinnustaðnum, kröfu um að leggja meira á sig og jafnvel vinnumissi svo eitthvað sé nefnt. Þessi upplifun leiðir til kvíða, þunglyndis, skerts sjálfstrausts og annarra andlegra afleiðinga. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Steinunnar Helgu Sigurðardóttur í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, en í tengslum við verkefnið skoðaði hún birtingarmyndir fordóma og mismununar á vinnumarkaði þegar kemur að konum í yfirþyngd. Þess ber að geta að engar íslenskar rannsóknir eru til sem tengjast fordómum og mismunun á vinnumarkaði. Steinunn segir að við vinnslu lokaverkefnisins hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að fordómar gegn konum í ofþyngd á vinnumarkaði séu mun algengari og vandamálið mun meira falið en talið hefur verið til þessa.Aðsend Augngotur og niðurlægjandi athugasemdir Í tengslum við rannsóknina tók Steinunn viðtöl við sjö íslenskar konur á aldrinum 25 til 46 ára sem höfðu verið á vinnumarkaðnum í fimm ár eða lengur. Allar höfðu þær verið eða voru enn í yfirþyngd. Hópurinn var með mjög fjölbreytta starfsreynslu og úr mismunandi geirum atvinnulífsins. Allar voru konurnar menntaðar, allt frá því að hafa þrjár háskólagráður yfir í að vera með iðn- og starfsmenntun. Allar konunar reyndust hafa upplifað fordóma og mismunun á vinnumarkaði vegna þyngdar sinnar. Þær töluðu um óþægilega tilfinningu í starfi og að vera annars flokks starfsmaður og jafnvel annars flokks þjóðfélagsþegn. Ein úr hópnum lýsir því þannig aðnýráðinn yfirmaður hennar fór að hundsa hana og þær hugmyndir sem hún lagði fram ásamt því að horfa háðslega á matardiskinn hennar á matmálstímum. „Hún dæmdi mig líka þegar það var hádegismatur. Þá fékk maður svona augngotur eins og það væri sjúklega verið að dæma mann og ég var farin að skammast mín fyrir að borða fyrir framan hana.“ Erfitt að sækja um störf Önnur kona úr hópnum segist sífellt hafa upplifað eins og það væri verið að dæma hana. „Það er erfitt að þora að sækja um eitthvað annað en bara þjónustustarf því maður er alveg hræddur um að lenda í fordómum, bara af því hvernig maður lítur út, af því það er í rauninni fyrst horft á þig og svo hvað þú getur gert.“ Önnur kona úr hópnum lýsir því hvernig hún var sniðgengin á vinnustaðnum vegna útlitsins. Segist hún upplifað það þannig að hún væri „einskis virði og heimsk“: „Allt sem ég sagði var hundsað, eins og ég gæti ekki komið með neinar góðar hugmyndir, samt veit ég að ég kom með alls konar úrbætur sem hefðu hjálpað. Ég kom með eina hugmynd við deildarstjórann sem var ekkert hlustað á og svo stuttu seinna lagði önnur (samstarfsmaður) fram sömu hugmynd og þá þótti það frábær hugmynd sem þurfti að framkvæma strax og hún fékk launað aukaverkefni við að sinna þessu.“ Fékk annað viðmót en „grönnu stelpurnar“ Önnur úr hópnum segist hafa verið undir meiri pressu en aðrir á vinnustaðnum hvað varðaði útlit og frammistöðu. „Ég held að skynjun fólks á fólki sem er feitt er að það sé mjög latt og subbulegt þannig ég gerði alltaf í því að vera extra fín og extra mikið og ofboðslega klár. Þegar ég fór í gegnum námið mitt var ég 120 kíló. Ég gerði alltaf í því að passa að vera extra klár til að allir vissu að það væri eitthvað í mig spunnið.“ Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að ljóst sé að birtingarmyndir mismununar og fordóma á vinnumarkaði vegna holdafars sé að finna á öllum sviðum vinnumarkaðarins og birtast á mismunandi hátt.Getty Þá segir önnur: „Ég byrjaði að þyngjast aftur og fólk segir að ég líti þá út fyrir að vera veik. Það er aukin pressa af því að ég er í yfirþyngd að ég þarf alltaf að líta vel út. Ég þarf alltaf að vera máluð, gera hárið mitt og neglurnar þurfa að vera fullkomnar. Annars þá er eitthvað að. Grönnu stelpurnar í vinnunni mæta ómálaðar og þá er ekkert sagt.“ Önnur kona lýsir því hversu ömurleg áhrif þetta hafði á sjálfstraust hennar. „Mér leið rosalega lengi eins og þetta ætti bara rétt á sér afþví að ég var rosalega stór og feit, þannig ég var kannski bara svoldið fyrir.“ Upplifðu allt annað viðmót eftir að þær léttust Fimm af konunum sjöhöfðu gengist undir aðgerð til að léttast og töluðu allar um mikla viðhorfsbreytingu í kjölfarið. Ein hafði farið í 12 spora kerfi fyrir matarfíkla og talaði einnig um mikinn mun á viðhorfi fólks í sinn garð og einn viðmælandi var enn í yfirþyngd. Allar konurnar sem höfðu grennt sig töluðu um að þær hefðu ekki áttað sig á að sú hegðun sem þær upplifðu væri vegna holdafars fyrr en löngu seinna eða eftir að þær höfðu náð að létta sig. „Um leið og ég byrjaði að grennast þá fann ég að með hverju kílói sem ég missti þá var hlustað meira og meira á mig. Allt í einu var ekki bara hlustað, heldur voru mismunandi einstaklingar farnir að leita til mín varðandi ráðleggingar og álit. Ég fékk allt í einu öll þau aukaverkefni sem ég vildi og mér var boðin stöðuhækkun sem fylgdi launahækkun, það hefði aldrei gerst fyrir nokkrum árum þegar allt sem ég sagði var bara hundsað,“ segir ein úr hópnum. Önnur kona lýsti einnig breyttri hegðun samstarfsfólks á vinnustaðnum. „Það er engin lengur að kíkja ofan í matarbakkann minn þegar það er hádegismatur og líta svo upp og niður yfir mig og setja upp svip. Ég er líka bara ekki undir þessari rosalegu pressu að sanna að ég sé jafn mikils virði og allir hinir. Ég þori núna að segja nei.“ Konurnar lýstu einnig langtímaafleiðingum þeirra fordóma og mismununar sem þær höfðu upplifað vegna þyngdar sinnar. Ein þeirra þurfti hjálp við að vinna úr þeim afleiðingum sem hún hafði upplifað í gegnum árin. „Upphaflega var ég í afneitun og taldi mér trú um að þetta væri bara eðlilegt. Ég væri einskis virði og ætti ekki skilið að láta hlusta á mig. Væri bara heimsk, feit og ömurleg. Ég forðaðist að vinna þegar aðrir voru að vinna og sóttist í að vinna bara á nóttinni, en ég var í raunveruleikanum mjög óörugg og í hvert skipti sem það var ekki hlustað á mig þá brotnaði ég meira.“ Önnur lýsir því hvernig hún hafi notað mat sem huggun og í kjölfarið skapaðist vítahringur. „Ég þyngdist bara meira, því ég borðaði meira af því mér leið ömurlega.“ Þörf á fræðslu og frekari rannsóknum Fram kemur í niðurstöðum rannsóknar Steinunnar að ljóst sé að birtingarmyndir mismununar og fordóma á vinnumarkaði vegna holdafars sé að finna á öllum sviðum vinnumarkaðarins og birtast á mismunandi hátt. Samkvæmt niðurstöðum má áætla að helstu birtingarmyndirnar séu í formi færri tækifæra á vinnustað, móðgandi athugasemda, kröfu um að leggja meira á sig, vinnumissis og niðurlægjandi hegðunar á vinnustað. Líkt og Steinunn bendir hafa málefni fólks í offitu fengið litla athygli, en þegar kemur að þessu málefni eru mörg sóknarfæri til að auka þekkingu og skilja betur hvað liggur að baki þessum fordómum. Að mati Steinunnar þyrfti að fara í stærri rannsókn og skoða einnig þær langtímaafleiðingar sem fólk í ofþyngd upplifir tengdar fordómum. „Einnig mætti skoða hvað það er sem fer úrskeiðis þegar lögð er fram kvörtun og ekki er brugðist við með ásættanlegum hætti, samhliða brottfalli af vinnumarkaði og hvaða ástæður liggja þar að baki. Vissulega eru margar útfærslur sem mætti skoða, þar sem málefnið er ókannað að stærstum hluta hér á landi.“ Falið vandamál Steinunn segir að við vinnslu lokaverkefnisins hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að fordómar gegn konum í ofþyngd á vinnumarkaði séu mun algengari og vandamálið mun meira falið en talið hefur verið til þessa. „Það er mögulega í ljósi þess að margir vilja ekki segja frá, því málefni í tengslum við ofþyngd eru álitin tabú. Þörf er á fræðslu og inngripum á vinnustöðum til að reyna að bæla niður þær steríótýpur sem tengdar eru við fólk í ofþyngd og mögulega þarf að hefja þá vinnu hjá börnum alveg niður á grunnskólastig.“ Hún segist vona að niðurstöður rannsóknarinnar muni vekja athygli á þessu málefni og hvetja til frekari rannsókna „Í ljósi þess að oft er mismunun beitt óaðvitandi getur opin umræða vakið fólk til umhugsunar og fengið yfirmenn og aðra sem starfa með einstaklingum í ofþyngd til að endurskoða hvernig þeir tala við og umgangast þá einstaklinga. Einstaklingar sem sinna sínu starfi vel og eru jafnvel fullfrískir eiga ekki að þurfa að líða fyrir útlit sitt og lifa í stöðugri skömm og ótta.“ Heilbrigðismál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Konur í yfirþyngd upplifa fordóma og mismunun á vinnumarkaði á borð við móðgandi athugasemdir, niðurlægjandi hegðun á vinnustaðnum, kröfu um að leggja meira á sig og jafnvel vinnumissi svo eitthvað sé nefnt. Þessi upplifun leiðir til kvíða, þunglyndis, skerts sjálfstrausts og annarra andlegra afleiðinga. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Steinunnar Helgu Sigurðardóttur í mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, en í tengslum við verkefnið skoðaði hún birtingarmyndir fordóma og mismununar á vinnumarkaði þegar kemur að konum í yfirþyngd. Þess ber að geta að engar íslenskar rannsóknir eru til sem tengjast fordómum og mismunun á vinnumarkaði. Steinunn segir að við vinnslu lokaverkefnisins hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að fordómar gegn konum í ofþyngd á vinnumarkaði séu mun algengari og vandamálið mun meira falið en talið hefur verið til þessa.Aðsend Augngotur og niðurlægjandi athugasemdir Í tengslum við rannsóknina tók Steinunn viðtöl við sjö íslenskar konur á aldrinum 25 til 46 ára sem höfðu verið á vinnumarkaðnum í fimm ár eða lengur. Allar höfðu þær verið eða voru enn í yfirþyngd. Hópurinn var með mjög fjölbreytta starfsreynslu og úr mismunandi geirum atvinnulífsins. Allar voru konurnar menntaðar, allt frá því að hafa þrjár háskólagráður yfir í að vera með iðn- og starfsmenntun. Allar konunar reyndust hafa upplifað fordóma og mismunun á vinnumarkaði vegna þyngdar sinnar. Þær töluðu um óþægilega tilfinningu í starfi og að vera annars flokks starfsmaður og jafnvel annars flokks þjóðfélagsþegn. Ein úr hópnum lýsir því þannig aðnýráðinn yfirmaður hennar fór að hundsa hana og þær hugmyndir sem hún lagði fram ásamt því að horfa háðslega á matardiskinn hennar á matmálstímum. „Hún dæmdi mig líka þegar það var hádegismatur. Þá fékk maður svona augngotur eins og það væri sjúklega verið að dæma mann og ég var farin að skammast mín fyrir að borða fyrir framan hana.“ Erfitt að sækja um störf Önnur kona úr hópnum segist sífellt hafa upplifað eins og það væri verið að dæma hana. „Það er erfitt að þora að sækja um eitthvað annað en bara þjónustustarf því maður er alveg hræddur um að lenda í fordómum, bara af því hvernig maður lítur út, af því það er í rauninni fyrst horft á þig og svo hvað þú getur gert.“ Önnur kona úr hópnum lýsir því hvernig hún var sniðgengin á vinnustaðnum vegna útlitsins. Segist hún upplifað það þannig að hún væri „einskis virði og heimsk“: „Allt sem ég sagði var hundsað, eins og ég gæti ekki komið með neinar góðar hugmyndir, samt veit ég að ég kom með alls konar úrbætur sem hefðu hjálpað. Ég kom með eina hugmynd við deildarstjórann sem var ekkert hlustað á og svo stuttu seinna lagði önnur (samstarfsmaður) fram sömu hugmynd og þá þótti það frábær hugmynd sem þurfti að framkvæma strax og hún fékk launað aukaverkefni við að sinna þessu.“ Fékk annað viðmót en „grönnu stelpurnar“ Önnur úr hópnum segist hafa verið undir meiri pressu en aðrir á vinnustaðnum hvað varðaði útlit og frammistöðu. „Ég held að skynjun fólks á fólki sem er feitt er að það sé mjög latt og subbulegt þannig ég gerði alltaf í því að vera extra fín og extra mikið og ofboðslega klár. Þegar ég fór í gegnum námið mitt var ég 120 kíló. Ég gerði alltaf í því að passa að vera extra klár til að allir vissu að það væri eitthvað í mig spunnið.“ Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að ljóst sé að birtingarmyndir mismununar og fordóma á vinnumarkaði vegna holdafars sé að finna á öllum sviðum vinnumarkaðarins og birtast á mismunandi hátt.Getty Þá segir önnur: „Ég byrjaði að þyngjast aftur og fólk segir að ég líti þá út fyrir að vera veik. Það er aukin pressa af því að ég er í yfirþyngd að ég þarf alltaf að líta vel út. Ég þarf alltaf að vera máluð, gera hárið mitt og neglurnar þurfa að vera fullkomnar. Annars þá er eitthvað að. Grönnu stelpurnar í vinnunni mæta ómálaðar og þá er ekkert sagt.“ Önnur kona lýsir því hversu ömurleg áhrif þetta hafði á sjálfstraust hennar. „Mér leið rosalega lengi eins og þetta ætti bara rétt á sér afþví að ég var rosalega stór og feit, þannig ég var kannski bara svoldið fyrir.“ Upplifðu allt annað viðmót eftir að þær léttust Fimm af konunum sjöhöfðu gengist undir aðgerð til að léttast og töluðu allar um mikla viðhorfsbreytingu í kjölfarið. Ein hafði farið í 12 spora kerfi fyrir matarfíkla og talaði einnig um mikinn mun á viðhorfi fólks í sinn garð og einn viðmælandi var enn í yfirþyngd. Allar konurnar sem höfðu grennt sig töluðu um að þær hefðu ekki áttað sig á að sú hegðun sem þær upplifðu væri vegna holdafars fyrr en löngu seinna eða eftir að þær höfðu náð að létta sig. „Um leið og ég byrjaði að grennast þá fann ég að með hverju kílói sem ég missti þá var hlustað meira og meira á mig. Allt í einu var ekki bara hlustað, heldur voru mismunandi einstaklingar farnir að leita til mín varðandi ráðleggingar og álit. Ég fékk allt í einu öll þau aukaverkefni sem ég vildi og mér var boðin stöðuhækkun sem fylgdi launahækkun, það hefði aldrei gerst fyrir nokkrum árum þegar allt sem ég sagði var bara hundsað,“ segir ein úr hópnum. Önnur kona lýsti einnig breyttri hegðun samstarfsfólks á vinnustaðnum. „Það er engin lengur að kíkja ofan í matarbakkann minn þegar það er hádegismatur og líta svo upp og niður yfir mig og setja upp svip. Ég er líka bara ekki undir þessari rosalegu pressu að sanna að ég sé jafn mikils virði og allir hinir. Ég þori núna að segja nei.“ Konurnar lýstu einnig langtímaafleiðingum þeirra fordóma og mismununar sem þær höfðu upplifað vegna þyngdar sinnar. Ein þeirra þurfti hjálp við að vinna úr þeim afleiðingum sem hún hafði upplifað í gegnum árin. „Upphaflega var ég í afneitun og taldi mér trú um að þetta væri bara eðlilegt. Ég væri einskis virði og ætti ekki skilið að láta hlusta á mig. Væri bara heimsk, feit og ömurleg. Ég forðaðist að vinna þegar aðrir voru að vinna og sóttist í að vinna bara á nóttinni, en ég var í raunveruleikanum mjög óörugg og í hvert skipti sem það var ekki hlustað á mig þá brotnaði ég meira.“ Önnur lýsir því hvernig hún hafi notað mat sem huggun og í kjölfarið skapaðist vítahringur. „Ég þyngdist bara meira, því ég borðaði meira af því mér leið ömurlega.“ Þörf á fræðslu og frekari rannsóknum Fram kemur í niðurstöðum rannsóknar Steinunnar að ljóst sé að birtingarmyndir mismununar og fordóma á vinnumarkaði vegna holdafars sé að finna á öllum sviðum vinnumarkaðarins og birtast á mismunandi hátt. Samkvæmt niðurstöðum má áætla að helstu birtingarmyndirnar séu í formi færri tækifæra á vinnustað, móðgandi athugasemda, kröfu um að leggja meira á sig, vinnumissis og niðurlægjandi hegðunar á vinnustað. Líkt og Steinunn bendir hafa málefni fólks í offitu fengið litla athygli, en þegar kemur að þessu málefni eru mörg sóknarfæri til að auka þekkingu og skilja betur hvað liggur að baki þessum fordómum. Að mati Steinunnar þyrfti að fara í stærri rannsókn og skoða einnig þær langtímaafleiðingar sem fólk í ofþyngd upplifir tengdar fordómum. „Einnig mætti skoða hvað það er sem fer úrskeiðis þegar lögð er fram kvörtun og ekki er brugðist við með ásættanlegum hætti, samhliða brottfalli af vinnumarkaði og hvaða ástæður liggja þar að baki. Vissulega eru margar útfærslur sem mætti skoða, þar sem málefnið er ókannað að stærstum hluta hér á landi.“ Falið vandamál Steinunn segir að við vinnslu lokaverkefnisins hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að fordómar gegn konum í ofþyngd á vinnumarkaði séu mun algengari og vandamálið mun meira falið en talið hefur verið til þessa. „Það er mögulega í ljósi þess að margir vilja ekki segja frá, því málefni í tengslum við ofþyngd eru álitin tabú. Þörf er á fræðslu og inngripum á vinnustöðum til að reyna að bæla niður þær steríótýpur sem tengdar eru við fólk í ofþyngd og mögulega þarf að hefja þá vinnu hjá börnum alveg niður á grunnskólastig.“ Hún segist vona að niðurstöður rannsóknarinnar muni vekja athygli á þessu málefni og hvetja til frekari rannsókna „Í ljósi þess að oft er mismunun beitt óaðvitandi getur opin umræða vakið fólk til umhugsunar og fengið yfirmenn og aðra sem starfa með einstaklingum í ofþyngd til að endurskoða hvernig þeir tala við og umgangast þá einstaklinga. Einstaklingar sem sinna sínu starfi vel og eru jafnvel fullfrískir eiga ekki að þurfa að líða fyrir útlit sitt og lifa í stöðugri skömm og ótta.“
Heilbrigðismál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent