Allt að þrettán ára neyti vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 19:00 Berglind segir allt að þrettán ára börn hafa verið staðin að vímuefnaneyslu. Bakslag sé í vímuefnaneyslu meðal yngri barna. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01