„Við getum talað um allt og það er sjaldgæft“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miklar vinkonur og líka í miðri keppni. @nobull Íslensku vinkonurnar og tvöföldu heimsmeistararnir kunna að skemmta sér og öðrum á keppnisgólfinu og vinskapur þeirra fer ekkert á milli mála þegar þær keppa á stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira