Innlent

Karl Gauti kannast ekkert við kæru

Árni Sæberg skrifar
Karl Gauti veit ekki enn til þess að Ágúst Halldórsson hafi verið kærður.
Karl Gauti veit ekki enn til þess að Ágúst Halldórsson hafi verið kærður. Vísir

Forstjóri Umhverfisstofnunar segir Umhverfisstofnun hafa kært mann, sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum kannast ekkert við kæruna.

Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna og segir að annað geti varðað við lög.

„Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

Margir hafa hringt í dag

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum kannast hins vegar ekkert við kæruna.

„Ég lét athuga þetta í morgun, af því það er alltaf verið að hringja út af þessu. Þetta er ekkert komið inn, við sjáum þetta ekki í kerfinu og það eru engin bréf hér. Þannig að þetta er bara á leiðinni sjálfsagt ef hún er að segja þetta. En við erum ekki búnir að sjá þetta,“ segir Karl Gauti Hjaltason og bætir við að hann geti ekkert tjáð sig um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×