Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 15:37 Strákarnir í U19-landsliðinu hafa unnið örugga sigra gegn Suður-Kóreu og Barein í Forsetabikarnum á HM. HSÍ Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi. Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira