Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 07:26 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á E. Jean Carroll. Meiðyrðamáli hans gegn henni hefur nú verið vísað frá og á hann yfuir höfði sér fjölmörg önnur mál. AP/Matt Rourke Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21