Innlent

Biluð rúta þveraði Suður­strandar­veg

Eiður Þór Árnason skrifar
Surðurstrandavegur við sunnanvert Fagradalsfjall og Borgarfjall.
Surðurstrandavegur við sunnanvert Fagradalsfjall og Borgarfjall. Vísir/Jóhann

Biluð rúta þveraði Suðurstrandarveg við Krýsuvíkurafleggjara og truflaði umferð um veginn á tímabili en búið er að fjarlægja rútuna. 

Að sögn lögreglu og Vegagerðarinnar komust ökutæki með eftirvagna ekki fram hjá rútunni en þrengingin hafði ekki áhrif á smærri ökutæki sem komust hjá.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að rútan hafi verið losuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×