Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 10:56 Fjölmörg mál komu inn á borð lögreglu í gær. vísir/vilhelm Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál. Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál.
Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira