Tom Brady búinn að kaupa sig inn í Birmingham City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 11:11 Tom Brady lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil sem var það 23. hjá honum í NFL deildinni. Getty/Sebastian Widmann NFL goðsögnin Tom Brady er núna farinn að skipta sér að enskri knattspyrnu. Hann er nú minnihluta eigandi í enska b-deildarfélaginu Birmingham City. Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023 Enski boltinn NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023
Enski boltinn NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira