Vilja selja Nökkva í eina af fimm bestu deildum heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 09:00 Nökkvi Þeyr Þórisson var markakóngur og besti leikmaður Bestu deildar karla á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson segir að sú vegferð sem St. Louis City ætli fyrir hann hafi orðið til þess að hann gekk í raðir félagsins. Það ætlar að selja hann í eina af fimm bestu deildum Evrópu. Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst. Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Nökkvi skrifaði undir tveggja ára samning við St. Louis á dögunum með möguleika á eins árs framlengingu. Bandaríska félagið keypti hann frá Beerschot í belgísku B-deildinni. „Fyrir tímabilið var ég búinn að ákveða að ef við færum ekki upp myndi ég skoða mig um. Einhver lið sem höfðu áhuga poppuðu upp eins og gengur og gerist. St. Louis kom inn í myndina í sumar, ég fór á fund með þeim og þetta var of spennandi verkefni til að segja nei. Ég var ákveðinn á St. Louis strax eftir að ég átti fund með þeim og gaf þeim grænt ljós á að fara í viðræður við Beerschot,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. En hvað var það sem heillaði Nökkva við St. Louis? „Markmiðin þeirra eru nákvæmlega í takti við markmiðin mín. Þeir vilja fá leikmann til að þróast og selja svo aftur til Evrópu í stærstu fimm deildirnar. Það heillaði mig mjög mikið að þeir vildu hjálpa mér að þroskast og þróast sem leikmaður og taka næstu skrefin á ferlinum. Þeir sögðu réttu hlutina og eftir fundinn var ég mjög ákveðinn að þetta væri fullkomið skref fyrir mig,“ sagði Nökkvi. Nökkvi kom með beinum hætti að ellefu mörkum með Beerschot á síðasta tímabili.getty/Isosport Hann lék eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni og gerði vel þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist upp í úrvalsdeildina. „Mér persónulega gekk mjög vel. Liðið fór í gegnum erfiða kafla en ég spilaði alla leiki og flestar mínútur af öllum. Ég skoraði allt í allt átta mörk og lagði upp þrjú. Persónulega var þetta gott tímabil þótt ég hafi viljað fara upp með liðinu. En það gekk ekki upp. Við áttum erfiðan kafla frá janúar og fram í mars sem varð til að við misstum af lestinni. Við vorum efstir í janúar en síðan tók við erfiður sjö leikja kafli,“ sagði Nökkvi. Nökkvi skoraði sautján mörk í Bestu deildinni í fyrra.vísir/hulda margrét Dalvíkingurinn segist vera að taka nokkuð stórt skref fram á við með því að fara í MLS-deildina í Bandaríkjunum þangað sem þekktir leikmenn hafa flykkst að undanförnu, meðal annars sjálfur Lionel Messi. „Það er margt að gerast í þessari deild. Styrkleikastigið er mjög gott og Messi rífur þetta upp á miklu hærra plan. Svo verður HM þarna 2026. Ég fór með opinn huga á fundinn með þeim en eftir fundinn var ég mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Nökkvi. Lionel Messi leikur með Inter Miami eins og fleiri stjörnur.getty/Megan Briggs St. Louis hefur gengið vel á sínu fyrsta tímabili í MLS og er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með fjögurra stiga forskot. Markmið liðsins eru skýr. „Það er mikill meðbyr með liðinu og það er klárlega markmiðið að fara í alla leiki til að vinna. Þeir földu það ekkert að þeir vilja fara alla leið. Það var heillandi að fara í lið með háleit markmið og vill standa sig vel. Svo teiknuðu þeir upp mjög flott plan fyrir það sem þeir vilja gera fyrir mig þannig þetta small allt saman,“ sagði Nökkvi sem býst við því að vera kominn með leikheimild með St. Louis þegar keppni í MLS hefst á ný eftir sumarfrí. St. Louis fær Austin í heimsókn 21. ágúst.
Bandaríski fótboltinn Belgíski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira