Erlent

Trump á­kærður fyrir að reyna að hnekkja úr­slitum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Donald Trump þegar hann ávarpaði fylgjendur sína í myndbandsávarpi á Twitter þann 6. janúar 2021, þegar þeir brutu sér leið inn í bandaríska þinghúsið.
Donald Trump þegar hann ávarpaði fylgjendur sína í myndbandsávarpi á Twitter þann 6. janúar 2021, þegar þeir brutu sér leið inn í bandaríska þinghúsið. Vísir/AP

Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti, hefur verið á­kærður í fjórum liðum vegna til­rauna sinna til þess að hnekkja úr­slitum í banda­rísku for­seta­kosningunum árið 2020.

Í um­fjöllun New York Times um málið kemur fram að Jack Smith, sér­stakur sak­sóknari á vegum banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytisins, hafi lagt fram kæruna. Þetta er í þriðja sinn sem Trump er á­kærður á þessu ári.

Trump er gefið þrennt að sök. Í fyrsta lagi að hafa svikið (e. d­efraud) Banda­ríkin, í öðru lagi að hafa komið í veg fyrir rann­sókn opin­berra aðila og í þriðja lagi að hafa gert til­raunir til þess að svipta þjóðina á­kvörðunar­rétti sínum sem henni er tryggður í banda­rísku stjórnar­skránni.

Segir meðal annars í kærunni að Trump hafi nýtt sér blekkingar til þess að draga úr trausti á for­seta­kosningunum. Þá er sex ein­staklingar sagðir hafa að­stoðað for­setann, en sam­kvæmt um­fjöllun New York Times kemur ekki fram hverjir það eru í kærunni.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið ákærður fyrir slíkt. Trump er í framboði og leitast nú eftir því að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninga árið 2024. 


Tengdar fréttir

Bað eig­in sjóð um sex­tí­u millj­ón­a end­ur­greiðsl­u

Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×