Náða Suu Kyi af nokkrum brotum Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 10:52 Aung San Suu Kyi hefur setið lengi í stofufangelsi undanfarna áratugi. AP Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi. Náðunin mun stytta afplánun hennar um sex ár, samkvæmt frétt Reuters. Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á árum áður, hefur setið í stofufangelsi frá því herinn tók aftur völdin í Búrma árið 2021. Hún er 78 ára gömul og hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem á hana hafa verið bornar. Hún var meðal annars dæmd fyrir kosningasvik, spillingu og brot á krónuveirureglum, í réttarhöldum sem hafa verið fordæmd sem sýndarréttarhöld. Hún var fyrst dæmd í stofufangelsi árið 1989, eftir að hún mótmælti þáverandi herstjórn landsins. Hún fékk friðarverðlaunin árið 1991 en var ekki sleppt úr haldi fyrr en árið 2010. Árið 2015 sigraði hún kosningar sem haldnar voru í landinu eftir að herinn létti tökin á ríkinu. Flokkur hennar vann svo kosningarnar sem haldnar voru í nóvember 2020 en herforingjar landsins staðhæfðu að umfangsmikið svindl hefði átt sér stað og tóku aftur völdin í upphafi ársins 2021. Herinn hefur aldrei fært neinar sannanir fyrir ásökunum um svindl og var mótmælendum mætt af mikilli hörku. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Síðan þá hafa blóðug átök átt sér stað milli hermanna og uppreisnarmanna. Win Myint, fyrrverandi forseti ríkisins, sem var handtekinn á svipuðum tíma og Suu Kyi, hefur einnig verið náðaður af nokkrum af þeim brotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og afplánun hans stytt um fjögur ár. Heimildarmenn Reuters segja að þau verði bæði áfram í stofufangelsi og að um táknræna aðgerð sé að ræða. Herstjórnin sé að reyna að fegra ímynd sína. Ekki óumdeild Aung San Suu Kyi er ekki óumdeild en hún var sökuð um aðgerðaleysi þegar Róhingjar í Búrma voru ofsóttir á árum áður. Her Búrma hefur meðal annars verið sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna þessara ofsókna. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu var meðal annars sagt frá því að börn hafi verið drepin fyrir framan foreldra þeirra og hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum ítrekað. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að leiðtogar hersins verði sóttir til saka. Sjá einnig: Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Suu Kyi beitti sér einnig gegn því að tveimur blaðamönnum Reuters, sem handteknir voru þegar þeir voru að rannsaka fjöldamorð á Róhingjum, yrði sleppt úr haldi. Sjá einnig: Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Náðunin mun stytta afplánun hennar um sex ár, samkvæmt frétt Reuters. Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á árum áður, hefur setið í stofufangelsi frá því herinn tók aftur völdin í Búrma árið 2021. Hún er 78 ára gömul og hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem á hana hafa verið bornar. Hún var meðal annars dæmd fyrir kosningasvik, spillingu og brot á krónuveirureglum, í réttarhöldum sem hafa verið fordæmd sem sýndarréttarhöld. Hún var fyrst dæmd í stofufangelsi árið 1989, eftir að hún mótmælti þáverandi herstjórn landsins. Hún fékk friðarverðlaunin árið 1991 en var ekki sleppt úr haldi fyrr en árið 2010. Árið 2015 sigraði hún kosningar sem haldnar voru í landinu eftir að herinn létti tökin á ríkinu. Flokkur hennar vann svo kosningarnar sem haldnar voru í nóvember 2020 en herforingjar landsins staðhæfðu að umfangsmikið svindl hefði átt sér stað og tóku aftur völdin í upphafi ársins 2021. Herinn hefur aldrei fært neinar sannanir fyrir ásökunum um svindl og var mótmælendum mætt af mikilli hörku. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Síðan þá hafa blóðug átök átt sér stað milli hermanna og uppreisnarmanna. Win Myint, fyrrverandi forseti ríkisins, sem var handtekinn á svipuðum tíma og Suu Kyi, hefur einnig verið náðaður af nokkrum af þeim brotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og afplánun hans stytt um fjögur ár. Heimildarmenn Reuters segja að þau verði bæði áfram í stofufangelsi og að um táknræna aðgerð sé að ræða. Herstjórnin sé að reyna að fegra ímynd sína. Ekki óumdeild Aung San Suu Kyi er ekki óumdeild en hún var sökuð um aðgerðaleysi þegar Róhingjar í Búrma voru ofsóttir á árum áður. Her Búrma hefur meðal annars verið sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna þessara ofsókna. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu var meðal annars sagt frá því að börn hafi verið drepin fyrir framan foreldra þeirra og hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum ítrekað. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að leiðtogar hersins verði sóttir til saka. Sjá einnig: Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Suu Kyi beitti sér einnig gegn því að tveimur blaðamönnum Reuters, sem handteknir voru þegar þeir voru að rannsaka fjöldamorð á Róhingjum, yrði sleppt úr haldi. Sjá einnig: Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. 16. maí 2023 11:28