Ekki sniðugt að plana gosferð í september Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 13:00 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur við Litla-Hrút. Hann mælir ekki með því að fólk fresti því of lengi að fara upp að gosinu. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur. Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Sjá meira
Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Sjá meira