Fótbolti

Selfoss nældi í þrjú dýrmæt stig í fallbaráttunni

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik Selfoss og FH fyrr í sumar
Úr leik Selfoss og FH fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét

Selfoss nældi í dýrmæt stig í fallbaráttunni í Bestu deild kvenna í dag með 1-0 sigri á Keflavík. Úrslitin þýða að Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og eru aðeins tveimur stigum frá botnsætinu.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Bergrós Ásgeirsdóttir skoraði úr spyrnunni á 78. mínútu og það dugði heimakonum til sigurs í þessum botnslag. Fyrir leikinn höfðu bæði lið tapað þremur leikjum í röð en Keflvíkingar hafa ekki landað sigri síðan þær unnu Selfoss í 5. umferð þann 22. maí.

Með sigrinum fer Selfoss í tíu stig, tveimur stigum á eftir Keflavík og þremur og fjórum á eftir ÍBV og Tindastóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×