Brynjar Þór nýr fjármálastjóri VÍS og Fossa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 13:34 Brynjar Þór Hreinsson, nýr fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Brynjar Þór Hreinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Brynjar hafi mikla reynslu af innlendum fjármálamarkaði en hann hefur frá árinu 2018 starfað sem forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs. Þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og forstöðumaður eignastýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka. Brynjar hefur auk þess fjölbreytta reynslu af störfum erlendis meðal annars sem forstöðumaður á lánasviði Straums-Burðarás og verið búsettur í London þar sem hann var framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC ásamt því að vera framkvæmdastjóri CB Holding, sem var um tíma stærsti eigandi West Ham United. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Spennandi tímar framundan „Framundan eru spennandi tímar hjá VÍS í kjölfar stofnunar SIV eignastýringar og sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka. Samstæða þessara öflugu félaga býður upp á fjölmörg tækifæri til vaxtar á trygginga- og fjármálamarkaði. Ég er stoltur að taka við starfi fjármálastjóra samstæðunnar og fullur tilhlökkunar að vinna með framúrskarandi starfsmönnum félaganna að áframhaldandi vegferð og sókn þeirra,” er haft eftir Brynjari Þór í tilkynningunni. Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum 14. júní síðastliðinn en kaupin voru háð fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30 prósent eignarhlut í T plús hf. Brynjar Þór mun bera ábyrgð á fjármálum samstæðu ásamt því að taka virkan þátt í viðskiptaþróun sameinaðs félags. Brynjar mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn þess. Haraldur Þórðarson mun stýra rekstri samstæðunnar, Guðný Helga Herbertsdóttir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu, að því er segir í tilkynningunni. Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Um sé að ræða öfluga innviði fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu. Vistaskipti VÍS Tryggingar Fjármálamarkaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Þar segir að Brynjar hafi mikla reynslu af innlendum fjármálamarkaði en hann hefur frá árinu 2018 starfað sem forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs. Þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og forstöðumaður eignastýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka. Brynjar hefur auk þess fjölbreytta reynslu af störfum erlendis meðal annars sem forstöðumaður á lánasviði Straums-Burðarás og verið búsettur í London þar sem hann var framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC ásamt því að vera framkvæmdastjóri CB Holding, sem var um tíma stærsti eigandi West Ham United. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Spennandi tímar framundan „Framundan eru spennandi tímar hjá VÍS í kjölfar stofnunar SIV eignastýringar og sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka. Samstæða þessara öflugu félaga býður upp á fjölmörg tækifæri til vaxtar á trygginga- og fjármálamarkaði. Ég er stoltur að taka við starfi fjármálastjóra samstæðunnar og fullur tilhlökkunar að vinna með framúrskarandi starfsmönnum félaganna að áframhaldandi vegferð og sókn þeirra,” er haft eftir Brynjari Þór í tilkynningunni. Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum 14. júní síðastliðinn en kaupin voru háð fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30 prósent eignarhlut í T plús hf. Brynjar Þór mun bera ábyrgð á fjármálum samstæðu ásamt því að taka virkan þátt í viðskiptaþróun sameinaðs félags. Brynjar mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn þess. Haraldur Þórðarson mun stýra rekstri samstæðunnar, Guðný Helga Herbertsdóttir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu, að því er segir í tilkynningunni. Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Um sé að ræða öfluga innviði fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu.
Vistaskipti VÍS Tryggingar Fjármálamarkaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira