Brynjar Þór nýr fjármálastjóri VÍS og Fossa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 13:34 Brynjar Þór Hreinsson, nýr fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Brynjar Þór Hreinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Brynjar hafi mikla reynslu af innlendum fjármálamarkaði en hann hefur frá árinu 2018 starfað sem forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs. Þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og forstöðumaður eignastýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka. Brynjar hefur auk þess fjölbreytta reynslu af störfum erlendis meðal annars sem forstöðumaður á lánasviði Straums-Burðarás og verið búsettur í London þar sem hann var framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC ásamt því að vera framkvæmdastjóri CB Holding, sem var um tíma stærsti eigandi West Ham United. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Spennandi tímar framundan „Framundan eru spennandi tímar hjá VÍS í kjölfar stofnunar SIV eignastýringar og sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka. Samstæða þessara öflugu félaga býður upp á fjölmörg tækifæri til vaxtar á trygginga- og fjármálamarkaði. Ég er stoltur að taka við starfi fjármálastjóra samstæðunnar og fullur tilhlökkunar að vinna með framúrskarandi starfsmönnum félaganna að áframhaldandi vegferð og sókn þeirra,” er haft eftir Brynjari Þór í tilkynningunni. Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum 14. júní síðastliðinn en kaupin voru háð fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30 prósent eignarhlut í T plús hf. Brynjar Þór mun bera ábyrgð á fjármálum samstæðu ásamt því að taka virkan þátt í viðskiptaþróun sameinaðs félags. Brynjar mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn þess. Haraldur Þórðarson mun stýra rekstri samstæðunnar, Guðný Helga Herbertsdóttir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu, að því er segir í tilkynningunni. Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Um sé að ræða öfluga innviði fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu. Vistaskipti VÍS Tryggingar Fjármálamarkaðir Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Þar segir að Brynjar hafi mikla reynslu af innlendum fjármálamarkaði en hann hefur frá árinu 2018 starfað sem forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs. Þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og forstöðumaður eignastýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka. Brynjar hefur auk þess fjölbreytta reynslu af störfum erlendis meðal annars sem forstöðumaður á lánasviði Straums-Burðarás og verið búsettur í London þar sem hann var framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC ásamt því að vera framkvæmdastjóri CB Holding, sem var um tíma stærsti eigandi West Ham United. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Spennandi tímar framundan „Framundan eru spennandi tímar hjá VÍS í kjölfar stofnunar SIV eignastýringar og sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka. Samstæða þessara öflugu félaga býður upp á fjölmörg tækifæri til vaxtar á trygginga- og fjármálamarkaði. Ég er stoltur að taka við starfi fjármálastjóra samstæðunnar og fullur tilhlökkunar að vinna með framúrskarandi starfsmönnum félaganna að áframhaldandi vegferð og sókn þeirra,” er haft eftir Brynjari Þór í tilkynningunni. Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum 14. júní síðastliðinn en kaupin voru háð fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30 prósent eignarhlut í T plús hf. Brynjar Þór mun bera ábyrgð á fjármálum samstæðu ásamt því að taka virkan þátt í viðskiptaþróun sameinaðs félags. Brynjar mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn þess. Haraldur Þórðarson mun stýra rekstri samstæðunnar, Guðný Helga Herbertsdóttir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu, að því er segir í tilkynningunni. Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Um sé að ræða öfluga innviði fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu.
Vistaskipti VÍS Tryggingar Fjármálamarkaðir Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira