Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 22:31 Jason Daði skoraði fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri á Shamrock Rovers í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Diego „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00