Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 19:17 Ása gagnrýndi yfirlýsingu Ásmundar í samtali við Vísi. Ása Skúladóttir/Vísir/Vilhelm Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira