Fótbolti

Haukur fylgir bróður sínum til Lille

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Andri Haraldsson kom inn í lið ÍA á síðasta tímabili, þá sextán ára.
Haukur Andri Haraldsson kom inn í lið ÍA á síðasta tímabili, þá sextán ára. vísir/vilhelm

Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar.

Fyrr í vikunni keypti Lille Hákon frá FC Kaupmannahöfn. Lille lét ekki þar við sitja og hefur einnig samið við yngri bróður Hákons, Hauk.

Haukur, sem er sautján ára, hefur leikið tíu leiki með ÍA í Lengjudeildinni í sumar og skorað eitt mark. Á síðasta tímabili lék hann tólf leiki og skoraði eitt mark í Bestu deildinni.

Haukur hefur leikið níu leiki fyrir yngri landslið Íslands og lék meðal annars með U-19 ára landsliðinu á EM fyrr í mánuðinum.

Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×