Fótbolti

Landsliðskona Argentínu með tattú af Ronaldo en ekki af Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá brot af húðflúrum argentínsku knattspyrnukonunnar Yamilu Rodriguez.
Hér má sjá brot af húðflúrum argentínsku knattspyrnukonunnar Yamilu Rodriguez. Getty Images/Marcelo Endelli

Argentínska karlalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari í fyrra og Lionel Messi komst í guðatölu með Diego Maradona. Hann er samt greinilega ekki guð í augum allra landa sinna.

Yamila Rodriguez var valin í argentínska kvennalandsliðið sem keppir á HM kvenna í fótbolta sem hefst í dag.

Hún er 25 ára gömul og spilar með liði Palmeiras í Brasilíu. Hún lék áður með Boca Juniors. Rodriguez skoraði sitt níunda landsliðsmark í undirbúningsleik liðsins á móti Perú.

Athygli vekur að Rodriguez er með tattú af tveimur knattspyrnumönnum. Það kemur engum á óvart að annar þeirra er Diego Maradona en margir eru hissa á uppgötva hver hinn er.

Rodriguez er ekki með húðflúr af þjóðhetjunni Lionel Messi heldur erkifjenda hans Cristiano Ronaldo.

Hin 160 sentímetra framherji spilar númer ellefu með argentínska landsliðinu en lék vera af því að biðja um sjöuna, kannski sem betur fer.

Nú bíða örugglega sumir eftir að sjá hana fagna marki hjá HM. Fagni hún eins og Ronaldo er voðinn vís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×