Viðskipti innlent

Brim gert að greiða dag­sektir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Vísir/Vilhelm

Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið á­kvörðun um að beita Brim hf. dag­sektum þar sem fyrir­tækið hefur ekki enn veitt mikil­vægar upp­lýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfir­standandi at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar-og eigna­tengslum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá eftir­ltinu. Þar kemur fram að Brim verði gert að greiða sektir sem nema 3,5 milljónum króna á dag þar til um­beðnar upp­lýsingaro g gögn hafa verið af­hent. Byrja dag­setningar að reiknast eftir tvær vikur.

Gagna­öflun frá fyrir­tækjum hófst með bréfi til all­margra sjávar­út­vegs­fyrir­tækja, dag­settu 5. apríl síðast­liðinn. Að sögn Sam­keppnis­eftir­litsins brugðust lang­flest fyrir­tækin vel við beiðninni og veittu um­beðnar upp­lýsingar. Í nokkrum til­vikum voru þó gerðar at­huga­semdir við at­hugunina og upp­lýsingar veittar með fyrir­vara af þeim sökum.

Brim hafi þó ekki svarað og hefur það að sögn eftir­litsins ó­hjá­kvæmi­lega tafið rann­sóknina. Eftir í­trekuð bréfa­skipti hefur Sam­keppnis­eftir­litið því tekið á­kvörðun um að nýta sér heimild sem kveðið er á um 38. gr. sam­keppnis­laga til þess að beita fyrir­tækið dag­sektum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×