Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Máni Snær Þorláksson skrifar 18. júlí 2023 18:35 Frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja myndbandsávarp og þá munu Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar, og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, einnig flytja ávörp. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, fer fyrir sendinefnd Íslands og svarar spurningum úr sal í kjölfar kynningarinnar. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. „Gildistími heimsmarkmiðanna er nú hálfnaður og okkur miðar of hægt áfram. Ríki heims þurfa að auka metnað sinn aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna. Ísland hefur tekið nokkur afgerandi skref frá því síðasta stöðuskýrsla var kynnt árið 2019 og má þar til að mynda nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi stendur nú yfir vinna við mótun innlendrar stefnu um sjálfbæra þróun, með heimsmarkmiðin að leiðarljósi, og stefnum við á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa árs,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðherrafundurinn (e. High Level Political Forum, HLPF) er hinn eiginlegi eftirfylgnivettvangur Sameinuðu þjóðanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þar gefst ríkjum tækifæri til þess að leggja fram landrýniskýrslur (e. Voluntary National Reviews, VNRs) þar sem þau greina frá stöðu sinni og aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna og kynna niðurstöðurnar á fundinum. Mælst er til þess að ríki geri þetta að minnsta kosti þrisvar sinnum á gildistíma markmiðanna og var þetta í annað sinn sem Ísland skilar inn skýrslu og kynnir sínar niðurstöður. Í skýrslunni er meðal annars að finna mat stjórnvalda á stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum og til samanburðar er þar einnig að finna stöðumat frjálsra félagasamtaka. Í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja myndbandsávarp og þá munu Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar, og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, einnig flytja ávörp. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, fer fyrir sendinefnd Íslands og svarar spurningum úr sal í kjölfar kynningarinnar. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. „Gildistími heimsmarkmiðanna er nú hálfnaður og okkur miðar of hægt áfram. Ríki heims þurfa að auka metnað sinn aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna. Ísland hefur tekið nokkur afgerandi skref frá því síðasta stöðuskýrsla var kynnt árið 2019 og má þar til að mynda nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi stendur nú yfir vinna við mótun innlendrar stefnu um sjálfbæra þróun, með heimsmarkmiðin að leiðarljósi, og stefnum við á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa árs,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðherrafundurinn (e. High Level Political Forum, HLPF) er hinn eiginlegi eftirfylgnivettvangur Sameinuðu þjóðanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þar gefst ríkjum tækifæri til þess að leggja fram landrýniskýrslur (e. Voluntary National Reviews, VNRs) þar sem þau greina frá stöðu sinni og aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna og kynna niðurstöðurnar á fundinum. Mælst er til þess að ríki geri þetta að minnsta kosti þrisvar sinnum á gildistíma markmiðanna og var þetta í annað sinn sem Ísland skilar inn skýrslu og kynnir sínar niðurstöður. Í skýrslunni er meðal annars að finna mat stjórnvalda á stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum og til samanburðar er þar einnig að finna stöðumat frjálsra félagasamtaka. Í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
Stjórnsýsla Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira