Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júlí 2023 23:25 Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk. Sky Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi. Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi.
Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent