„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 11:28 Báturinn Hesteyri ÍS 95 mun ekki sigla aftur alveg á næstunni. Hornstrandaferðir Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins. „Sem betur fer var mannbjörg og allir allavega líkamlega óskaddaðir held ég, kannski með einhverjar skrámur,“ segir Haukur Vagnsson, skipstjóri bátsins og framkvæmdastjóri Hornstrandaferða. Verið var að flytja tuttugu manna gönguhóp frá Bolungarvík á Hornstrandir. Fáir voru eftir um borð og verið að flytja farangur fólksins í land þegar atvikið átti sér stað, að sögn Hauks. Enginn leki var á bátnum Hesteyri en hann telur skemmdir hafa orðið á skrúfu- og stýribúnaði. Báturinn kom að landi í vík um 200 metra vestur af Hornbjargsvita. Um er að ræða erfitt svæði sem galopið er fyrir hafstraumum frá úthafinu. „Það var þungur sjór þarna fyrir utan en engin vindalda. Það var bara þungur úthafssjór og við vorum þarna vel fyrir utan á stað þar sem við erum alltaf þegar við erum að setja í land,“ segir Haukur og heldur áfram að lýsa atburðarásinni. „Svo sé ég að það kemur ein alda þarna alveg svakaleg og hún skellur beint aftan á okkur og lyftir bara bátnum upp og skúrrar honum á fullri ferð áfram.“ Næst hafi hann séð ölduna lenda á gúmmíbátnum sem endasteyptist og hvolfdi með hásetanum og einum farþega. Mikið af farangri var sömuleiðis í bátnum sem fór allur í sjóinn en þó tókst að bjarga nær öllu. Ferja þarf fólk og farangur úr bátnum í land á Hornströndum með gúmmíbát. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Skömmu síðar sá Haukur aðra öldu skella á Hesteyri og ýta bátnum tuttugu til þrjátíu metra upp í grunnsævið. „Þá ætla ég að reyna að bakka en þá er ég kominn þarna inn í grunnsævið og þá skellur hann niður í botninn á milli alda og skemmir skrúfu og drepur á vélinni. Svo rekum við bara áfram þarna upp í brimgarðinn. En sem betur fer þá skorðaðist hann frekar fljótt og svo við gátum komið restinni af fólkinu og farið upp í land.“ Björgunarbátarnir Kobbi Láka frá Bolungavík og Gísli Jónsson frá Ísafirði komu síðar á staðinn og segir Haukur það hafa verið tiltölulega auðvelt að koma Hesteyri út úr víkinni þegar áhöfn Gísla Jónssonar tók bátinn í tog. Áhöfn Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar, sigldi einnig í átt að Hesteyri en sneri við þegar ljóst var að báturinn lak ekki og vel gekk að draga hann í land. Það er margt að sækja á Hornstrandir.Vísir Aldrei séð þetta gerast áður Haukur hóf siglingar á Hesteyri ÍS 95 árið 2012 en áður hafði hann flutt ferðamenn og aðra gesti með föður sínum allt frá sex ára aldri eða frá árinu 1973. Hann hefur því mikla reynslu af því að sigla um Hornstrandir og þekkir þetta straumharða svæði vel. Hann segist þó sjaldan eða aldrei hafa lent í öðru eins. „Þetta er nú stór gúmmíbátur, og mjög burðarmikill svo ég hef aldrei séð svona gerast að hún nái að endursteypa svona stórum bát. Ég hef hreinlega bara aldrei séð eina öldu svona miklu stærri en hinar. Það var eins og það hafi komið eitt brot þarna og hún bara brotnaði aftan á bátnum og fyllti dekkið hjá okkur. Hún keyrði okkur þarna áfram.“ Haukur segir næstu skref vera að meta tjónið á bátnum með matsmanni tryggingafélags og endurskipuleggja þær ferðir sem fyrirhugaðar voru með bátnum næstu daga. Hann þakkar snögg og fumlaus vinnubrögð björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila, og ekki síst vitaverðinum sem hafi veitt áhöfninni mikla aðstoð. „Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr.“ Hornstrandir Samgönguslys Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16. júlí 2023 21:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Sem betur fer var mannbjörg og allir allavega líkamlega óskaddaðir held ég, kannski með einhverjar skrámur,“ segir Haukur Vagnsson, skipstjóri bátsins og framkvæmdastjóri Hornstrandaferða. Verið var að flytja tuttugu manna gönguhóp frá Bolungarvík á Hornstrandir. Fáir voru eftir um borð og verið að flytja farangur fólksins í land þegar atvikið átti sér stað, að sögn Hauks. Enginn leki var á bátnum Hesteyri en hann telur skemmdir hafa orðið á skrúfu- og stýribúnaði. Báturinn kom að landi í vík um 200 metra vestur af Hornbjargsvita. Um er að ræða erfitt svæði sem galopið er fyrir hafstraumum frá úthafinu. „Það var þungur sjór þarna fyrir utan en engin vindalda. Það var bara þungur úthafssjór og við vorum þarna vel fyrir utan á stað þar sem við erum alltaf þegar við erum að setja í land,“ segir Haukur og heldur áfram að lýsa atburðarásinni. „Svo sé ég að það kemur ein alda þarna alveg svakaleg og hún skellur beint aftan á okkur og lyftir bara bátnum upp og skúrrar honum á fullri ferð áfram.“ Næst hafi hann séð ölduna lenda á gúmmíbátnum sem endasteyptist og hvolfdi með hásetanum og einum farþega. Mikið af farangri var sömuleiðis í bátnum sem fór allur í sjóinn en þó tókst að bjarga nær öllu. Ferja þarf fólk og farangur úr bátnum í land á Hornströndum með gúmmíbát. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Skömmu síðar sá Haukur aðra öldu skella á Hesteyri og ýta bátnum tuttugu til þrjátíu metra upp í grunnsævið. „Þá ætla ég að reyna að bakka en þá er ég kominn þarna inn í grunnsævið og þá skellur hann niður í botninn á milli alda og skemmir skrúfu og drepur á vélinni. Svo rekum við bara áfram þarna upp í brimgarðinn. En sem betur fer þá skorðaðist hann frekar fljótt og svo við gátum komið restinni af fólkinu og farið upp í land.“ Björgunarbátarnir Kobbi Láka frá Bolungavík og Gísli Jónsson frá Ísafirði komu síðar á staðinn og segir Haukur það hafa verið tiltölulega auðvelt að koma Hesteyri út úr víkinni þegar áhöfn Gísla Jónssonar tók bátinn í tog. Áhöfn Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar, sigldi einnig í átt að Hesteyri en sneri við þegar ljóst var að báturinn lak ekki og vel gekk að draga hann í land. Það er margt að sækja á Hornstrandir.Vísir Aldrei séð þetta gerast áður Haukur hóf siglingar á Hesteyri ÍS 95 árið 2012 en áður hafði hann flutt ferðamenn og aðra gesti með föður sínum allt frá sex ára aldri eða frá árinu 1973. Hann hefur því mikla reynslu af því að sigla um Hornstrandir og þekkir þetta straumharða svæði vel. Hann segist þó sjaldan eða aldrei hafa lent í öðru eins. „Þetta er nú stór gúmmíbátur, og mjög burðarmikill svo ég hef aldrei séð svona gerast að hún nái að endursteypa svona stórum bát. Ég hef hreinlega bara aldrei séð eina öldu svona miklu stærri en hinar. Það var eins og það hafi komið eitt brot þarna og hún bara brotnaði aftan á bátnum og fyllti dekkið hjá okkur. Hún keyrði okkur þarna áfram.“ Haukur segir næstu skref vera að meta tjónið á bátnum með matsmanni tryggingafélags og endurskipuleggja þær ferðir sem fyrirhugaðar voru með bátnum næstu daga. Hann þakkar snögg og fumlaus vinnubrögð björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila, og ekki síst vitaverðinum sem hafi veitt áhöfninni mikla aðstoð. „Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr.“
Hornstrandir Samgönguslys Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16. júlí 2023 21:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16. júlí 2023 21:30