Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2023 19:20 Forseti Finnlands var gestgjafi fundar hans og forsætisráðherra Norðurlandanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Helsinki í dag. AP/Susan Walsh Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu. Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér: NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér:
NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29