Eldgos hafið - Er heimilið tryggt? Ágúst Mogensen skrifar 11. júlí 2023 15:00 Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Ágúst Mogensen Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun