Innlent

Vett­vangs­rann­sókn lokið vegna flug­slyssins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vélin brotlenti við Sauðahnjúk milli Hornbrynju og Hraungarða.
Vélin brotlenti við Sauðahnjúk milli Hornbrynju og Hraungarða. Stöð 2

Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Eins og fram hefur komið létust þrír þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í fyrradag. Lögreglan á Austurlandi auk rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsóknina.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að rannsókn á slysinu hafi staðið yfir sama kvöld og slysið varð og fram til morguns. Rannsóknin hélt áfram í gær seinni partinn.

Vettvangsrannsókn telst nú lokið. Flugvélin var því í gærkvöldi flutt af slysstað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu.

Þá vekur lögregla athygli á minningarstund sem haldin verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Hún minnir jaffnframt á samráðshóp almannavarna um áfallahjálp sem í boði er fyrir þá fjölmörgu sem eiga um sárt að binda eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×