„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2023 13:00 Björn Leví telur ólíklegt að nefndin komi saman fyrr en í ágúst. Vísir/Vilhelm Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09